Hugmynd að nýju nafni væri vel þegin XD

–1

Sólin skein inn um gluggann á litlu herbergi í hvítu húsi með stórum garði. Hún lýsti upp rykið svo stelpunni sem sat á rúminu hryllti við. Hún hafði ekki vitað að það væri svona mikið af ryki hérna. Hún lagðist á magann og svipaðist um eftir músinni sinni og sá hana loks í búrinu sínu, étandi. Stelpan hló hátt af ánægju og gekk að búrinu og tók músina upp og settist svo aftur á rúmið með músina í fanginu. Þetta var hvít mús með skærrauð augu sem virtust alltaf horfa blíðlega á stelpuna. Hún strauk silkimjúkan feldinn og greip utan um mjótt skottið með tveim fingrum. Skyndilega stóð músin upp á tvo fætur, þefaði út í loftið og stökk síðan niður úr rúminu og inn í búrið sitt. Stelpan horfði undrandi á hana en hafði annað að hugsa um þegar hurðinni var hent upp.
Hún setti upp hræðslusvip.
,,Farðu!’’
Hurðinni var lokað en hann fór ekki út.
Hún stóð upp af rúminu og ætlaði að fara út sjálf en hann greip um upphandlegginn á henni.
,,Farðu! Ég bið þig’’ hún togaði í höndina á sér en hann var miklu stærri og sterkari.
,,Hættu að streitast á móti, það virkar ekki, þú veist það!’’
,,Ó, hjálp!’’ veinaði hún og kiknaði í hnjánum af hræðslu. Loksins kom eitthver inn í herbergið.
,,Mamma, hjálpaðu mér!’’ bað hún en mamma hennar varð bara hrædd á svipin og fór svo aftur út og lokaði.
,,Nei! Hjálpaðu mér!’’

Það tóku allir eftir nýju marblettunum á andlitinu á henni og höndum þegar hún kom í skólann, en enginn talaði um það. Ef kennararnir spurðu kom hún bara með skrýtnar afsakanir sem enginn trúði. Margir stríddu henni meira að segja. Einn strákur var áberandi þar. Allar hinar stelpurnar dýrkuðu hann og strákarnir litu á hann sem guð.
,,Dastu í drullupoll?’’ sagði hann með þessari leiðinlegu stríðnisrödd sem hún hataði svo innilega. Strákarnir hlógu. Hún horfði reiðilega á hann en gerði ekkert. Lét bara undan eins og hún gerði alltaf. Hann ýtti harkalega í hana þegar hann gekk framhjá henni á leiðinni inn í matsalinn. Sumir strákarnir fóru að dæmi hans en aðrir bara hlógu framan í hana.
Hún settist hjá hinum stelpunum í bekknum þegar strákarnir voru farnir.
,,Hann er svo leiðinlegur við þig alltaf’’ sagði ein stelpan sem var ein af bestu vinkonu hennar.
,,Hver? Krummi? Já, ég hef nokkurnvegin fattað það’’ hún tók við bita frá vinkonu sinni því hún var sjálf ekki með hádegisnesti. Hún var aldrei með nesti yfirleitt.
Þó flestar við borðið væru frekar góðar vinkonur hennar spurði hana enginn um sárin og marblettina. Þær vissu að þær mundu ekki fá neitt svar.
Engin af þeim vissu heldur annað leyndarmál sem tengdist ekkert því sem gerðist heima hjá henni. Hún hneykslaðist meira að segja sjálf á því. Hún dáðist af Krumma úr fjarska. Hann var rosalega sætur, fannst henni. Dökkbrúnt hárið virtist svart í miklu myrkri, skringilega grænbrún augun hafði hann erft frá mömmu sinni. Hún hafði einu sinni hitt mömmu hans í afmæli, hún hafði verið svo góð og frábær að hún reyndi að verða vinkona Krumma. En þannig byrjaði þetta. Hún skildi ekki hvernig svona góð kona gat eignast svona vondan krakka. En hún hafði ekki hitt hana síðan í fyrsta bekk og síðan voru heil átta ár. Samt mundi hún mjög vel eftir þessu.

Eftir skóla henti hún töskunni sinni í andyrið heima og reyndi að gera sem minnst hljóð. Svo fór hún út og lokaði hljóðlega á eftir sér. Hún þorði ekki að vera heima fyrr en mamma sín kæmi heim því hann var skárri þegar hún var heima. En mamma hennar kom alltaf heim um sexleytið. Mamma hennar vann á bensínstöð sem afgreiðslukona. Hún fór klukkan átta á morgnanna og kom heim klukkan sex. Líka um helgar. Hún var tuttugu og átta ára, föl og tekin af stanslausum áhyggjum af öllu og öllum.
Stelpunni þótti dálítið vænt um mömmu sína og hafði áhyggjur af heilsu hennar en vissi að hún gæti ekkert gert. Hann mundi aldrei setja hana á spítala því hún sá um tekjur heimilisins.
Hún tók stefnuna niður í miðbæ þar sem hún ætlaði að hitta nokkrar stelpur og skreppa á veitingahús. Hún mundi samt ekki kaupa neitt því hún átti engan pening. Henni þótti bara notalegt að sitja í mjúkum stól innan um fólk og matarlykt og finnast velkomin, svo var líka kominn miður nóvember svo það var búið að skreyta helling og allt var bjart og fallegt.
Sér til skelfingar sér hún Krumma og vini hans við endan á götunni og ætlar að snúa við áður en þeir sjá hana en það er of seint.
,,Er þetta ekki Valbrá litla? Langar henni svona mikið í fleiri marbletti?’’ sagði kunnuleg rödd. Ósjálfrátt tók hún á rás yfir götunna. Hátt bílflaut glumdi í eyrunum á henni og hún fékk harkalegt högg í síðuna og hentist langt fram. Bíllinn náði að stoppa áður en hann keyrði yfir hana og bílstjórinn rauk út og byrjaði að garga á fólk til hjálpar.
Hún rankaði við sér stuttu seinna og fann verk í öllum skrokknum en stóð samt upp. Hún sá strákana í móðu rétt hjá hlæja innilega og taka myndir á símana sína. Bílstjórinn studdi við hana og sagði eitthvað reiðilega við Krumma og leit út fyrir að þekkja hann.
,,Við verðum að hringja í foreldra þína’’ sagði hann en hún stökk frá honum og hljóp niður götuna og stoppaði ekki fyr en hún kom inn á litla götu þar sem enginn var á ferli. Þar settist hún á götuna og kastaði upp. Hún neyddi sig til að standa upp þegar hún heyrði fótatak. Hún sá bara svart en sá móta fyrir kunnulegum skuggum.
,,Guð minn góður, Valbrá! Hvað kom fyrir?’’ stelpurnar hlupu til hennar og rétt náðu að grípa hana áður en hún féll í jörðina.
,,Ég varð fyrir bíl. Ekki segja mömmu eða honum.’’ Muldraði hún grátandi.
,,Honum hverjum?’’ spurðu þær næstum samtímis. Hún dró andann djúpt en gretti sig svo af sársauka. Hún var örugglega rifbeinsbrotin.
,,Honum…pabba…afa…’’hvíslaði hún og grét enn meira af skömm.
Stelpurnar litu undrandi hvor á aðra en sögðu ekkert. Ein stelpan hringdi í stóru systur sína sem lofaði að segja engum frá. Hún kom og skutlaði Valbrá á spítalann. Það var tekið mynd af henni en sér til mikils léttis var hún ekki brotin. Allar stelpurnar biðu eftir henni og báðu henni að vera með þeim í náttfatapartýi en hún hristi hausinn.
,,Ég verð að fara heim. Klukkan er að verða meira en sex og mamma verður áhyggjufull’’ svo skjögraði hún heim til sín með ógleði og svima.

Krummi fór bara heim til sín eftir að hafa kvatt strákana. Samviskan nagaði hann að innan en hann lét ekki á því bera. Pabbi hans brosti til hans þar sem hann sat fyrir framan sjónvarpið með mömmu hans í fanginu. Týra var inni í eldhúsi með enn einum kærastanum að elda eitthvað hollt. Krummi ýtti henni frá sér þegar hún reyndi að faðma hann og fór svo upp í herbergið sitt. Hann leit á símann í nokkrar sekúndur og pældi í því að hringja í hana en hristi svo hausinn, stórundrandi á sjálfum sér. Hann beit litla holu á puttan á sér og fékk sér smá blóð en setti svo plástur og settist fyrir framan sjónvarpið.

,,Hvar ertu búin að vera?’’ æpti hann á hana og ýtti fast á öxlina á henni.
,,Úti, er mamma komin heim?’’ spurði hún lágt.
,,Nei, hún þarf að vinna langt frameftir’’ urraði hann og kvíðahnútur myndaðist í maganum á henni. Hún var líka sársvöng og verkjaði um allan skrokkinn.
,,Ég ætla inn í herbergi’’ sagði hún og gekk af stað en hann greip í hana. Hún klemmdi aftur augun.
,,Ekki…’’