við eigum að gera smásögu fyrir skólann og ég gerði algjört bull en ég var að spá hvort þetta væri ekki bara framtíðin í smásögum, það væri fínt að fá smá gagnrýni :D

Appelsínugul, safarík og með grænt hár. Það er fín lýsing á klementínunni sem ég var að borða. Appelsínugult er hárið á manninum sem situr við hlið mér. Hann hefur ekkert að gera í tíma þannig að hann er bara að leika sér með bleikan yfirstrikunarpenna og dökkbláan blýpenna. Hann er að hlusta á silfurlitaðan ipod og gagnrýna það sem ég er að skrifa. Hann var að byrja að skrifa sín fyrstu orð í tímanum sem er að klárast eftir fimm mínútur.

Við erum búnir að vera að tala um Magnús sem er núna á þrettándu holu á golfvellinum í Ventura. Maðurinn með appelsínugula hárið er að hugsa um að lána mér strokleðrið sitt. Hann leyfði mér að fá það en tók það til baka þar sem ég fór yfir tímamörkin. Íslenskutíminn var að klárast. Nú er einn minnsti kennari skólans komin inn og ég má halda áfram að skrifa þessa sögu. En hentugt. Stelpurnar fyrir aftan mig eru ekki að nýta tímann sinn. Maðurinn sem situr fyrir framan mig, Jurgen Mucho Senior er að vinna dönskuverkefnið sitt. Fyrir smástund leit hann á bókina mína og þá var ég búinn að skrifa tvær línur af þessari sögu. Strákarnir sem sitja fyrir framan stelpurnar sem sitja fyrir aftan mig voru að búa til nýtt íslenskt orð, snarkrossþroskahefur. Núna er maðurinn með appelsínugula hárið farinn til þeirra. Hann og maðurinn sem vildi innilega óska þess að hann væri 2 árum yngri að tala um sogblettinn sem að systur Jurgen Mucho Senior setti á hálsinn á manninum með appelsínugula hárið.

Best að ég kynni sjálfan mig, ég er Grandpa Mucho, enn einn meðlimurinn í Mucho mafíunni og ég er að hlusta á lagið Föndurstund með Baggalút. Það lag er greinilega stolið af AC/DC en Baggalútur er einfaldlega besta hljómsveit veraldar þegar það kemur að því að hafa mikinn húmor í lögum. Ég er greinilega góður í dönsku því Jurgen Mucho Senior spyr mig endalaust um dönsk orð, til hvers var verið að finna upp orðabækur? “Ertu ekki maður með mönnum” er nýjasti málshátturinn í íslensku. Sá sem bjó hann til heitir Guðni Fannar og er víst þrefaldur íslandsmeistari í golfi, aðeins 15 ára gamall. Jurgen Mucho Senior er hneykslaður á því að ég sé kominn svona langt með söguna, hann hefði haldið að ég myndi skíta upp á öxl. Ég er ekki algjör api.

Nú opnaði maðurinn sem fer virkilega í taugarnar á mér, forljótur gulu rennihurðina með rauða hurðahúninum á stofunni okkar til að komast inn í stofuna. Jurgen Mucho Senior er enn og aftur hneykslaður á því hversu mikið ég er búinn með, það mætti segja að hann hafi slegið sjálfann sig í eistnasekkinn með hökunni vegna þess að hann er svo hissa.

Núna vilja sumir fara að drífa sig í leikfimi og það er Tarzan leikurinn í leikfimi, það er ekki eins og við séum einhverjir simpansar í sjötta bekk, við erum elst í skólanum núna, og við eigum að láta eins og apar í leikfimi, alveg svakalega góðar fyrirmyndir. Núna er nú bara einn api að teygja sig yfir öxlina á Jurgen Mucho Senior til að hjálpa honum með dönskuverkefnið sitt, ég er ekki viss um að hann geti það, miðað við svipinn er eins og hann sé að lesa tælenska kínversku.

Nú var verið að hleypa okkur í leikfimi og þessvegna endar ritun mín hér. Verstu sæll og blessaður blái blýpenninn minn, ég bið að heilsa restinni af græna langa pennaveskinu mínu.

Ég er að segja ykkur það, þetta er framtíðin í smásögum.