Úff, kennarinn minn er pínu kreisí í jólaprófaundirbúningi. Er með verki í öxlunum og bakinu eftir að hafa borið skólatöskuna sem er full af heimavinnu XD. Tókst samt að skrifa smá af og til, þetta er samt dálítið stutt en það er allt í lagi?



Hringur lagði frá sér lyklana á lágt glerborð í andyrinu. Það glamraði í þeim en það yfirgnæfði ekki vælið í Krumma. Hann og Vala voru ein heima með honum núna því allir voru eitthverstaðar úti.
,,Vala? Ég er kominn heim!’’ kallaði hann og gekk upp stigann og niður ganginn að herberginu þeirra. Það brakaði lágt í hurðinni þegar hann opnaði. Vala stóð grátandi yfir Krumma sem grét margfalt hærra. Hún starði undrandi á hendur sér sem voru votar af grátri.
,,Ég missti hann’’ sagði hún bara og saug upp í nefið. Hann leit á barnið sem lá bara í barnarúminu og hágrét.
,,Vala, er allt í lagi?’’ spurði hann þegar hann sá að ekkert hafði komið fyrir Krumma.
,,Nei, ég bara missti máttinn í höndunum, fann ekki fyrir þeim. Ég var að reyna að taka hann upp en missti hann. Ég er svo fegin að hann datt ekki á gólfið.’’ Hún henti sér í fangið á honum og naut þess að finna öryggið sem streymdi frá honum. Hann kreisti hana að sér og strauk blíðlega dökkt hárið. Svo tók hann um hendurnar á henni og kleip fast í þær. Hún hristi hausinn og sagðist ekki finna neitt.
Hann andvarpaði og tók Krumma í fangið til að reyna að hugga hann.
,,Hringdu í lækni’’ sagði hann við Völu sem flissaði kaldhæðnislega.
,,Ég get ekki haldið á símanum’’ sagði hún.
Þegar Krummi var hættur að gráta lagði Hringur hann á hjónarúmið svo Vala gæti lagst hjá honum og hringdi svo á heimilislækni mömmu sinnar. Hann útskýrði málið og læknirinn spurði hann nokkurra spurninga og sagðist svo vera á leiðinni.
Hringur fór inn í herbergi til Völu sem sat brosandi hjá barninu sem hjalaði lágt.
,,Hann er á leiðinni’’ sagði hann og settist hjá henni. Hún kyssti hann á kinnina en hann sneri hausnum og skellti einum á munninn. Þau sátu svona og fífluðust þar til dyrabjöllunni var hringt og Hringur hleypti lækninum inn. Þau settust inn í stofu og læknirinn skoðaði lófana á henni.
,,Ekkert að sjá’’ muldraði hann og bjóst til að bretta upp ermarnar á henni en hún kippti höndunum að sér.
,,Vala, er ekki allt í lagi?’’ spurði Hringur hissa og áhyggjufullur.
,,Jú’’ sagði hún eftir smá þögn og rétti lækninum hendurnar.
Hann bretti ermarnar upp og bæði hann og Hringur tóku andköf þegar þeir sáu bólgin sár og ör.
,,Hringur má ég tala við þig einan?’’ spurði Vala. Læknirinn kinkaði kolli og Hringur og Vala fóru fram.
,,Hvað kom fyrir?’’ spurði hann, og hún leit niður
,,Krummi, hann væri dáinn…’’ hún leit í augun og reyndi að brosa en það myndaðist bara kökkur í hálsinum.
,,Æ, elskan mín, þú hefðir getað sagt mér. Þú veist ég elska ykkur bæði og við hefðum getað fundið aðra leið’’ hann tók utan um hana og hún grét lágt á öxlina á honum.

Læknirinn gaf henni smyrsl og verkjalyf og sagði henni bara að hvíla hendurnar. Hann fékk ekki að vita neitt sem fór á milli Völu og Hrings og þau sögðu honum að hún hafði lent í slysi. Læknirinn sagði að þetta væri blóðeitrun og hún ætti að fara varlega og hreinsa vel svona sár. Þau kinkuðu kolli og kvöddu hann eftir að hafa ákveðið dagsetningu á næsta fundi. Hringur fór ásamt Völu upp í herbergi en Krummi var sofnaður í rúminu sínu. Hringur lét sig detta á rúmið og Vala lagðist hjá honum og strauk honum um vangann. Hann brosti.
,,Gott að þú ert farin að fá tillfinningu í hendurnar’’ sagði hann brosandi og kyssti hana.
Þau kysstust í smá stund en þá settist hún upp til að fara úr flíspeysunni. Þegar hún lagðist aftur settist hann klofvega á hnén á henni. Þau flissuðu milli kossa en krossbrugðu þegar hurðin var opnuð. Tara greip um munnin kímin á svip.
,,Tala við ykkur á eftir, vona að ég hafi ekki skemmt fyrir’’ sagði hún og lokaði hurðinni.
Þau litu á hvort annað og brostu. Hún hafði ekki eyðilagt neitt.