Ég dreg inn andann og reyni að vera hljóður, það rennur kaldur sviti niður ennið á mér og ég finn sljóa svimatilfinningu taka völdin. Ég dreg andann djúpt aftur og tek á rás undann sænginni og fram á gang. Þar stendur hann, með sama sorgarsvipinn, svip sem lýsir andúð og hatri. Hann stendur þar spariklæddur, í sínu fínastast pússi. Ég horfi á hann ég finn hjartað hamast, Hann tekur á rás í átt að mér, ég hleyp í að hjónaherberginu sem virðist vera svo víðsfjarri. Þegar ég kem að svefnherbergishurðinni gríp ég í hurðarhúninn og reyni að komast inn, en herbergið er harðlæst. Ég finn nærveru hans þar sem hann stendur hliðina á mér stjarfur og horfir á mig. Hann dregur upp handlegginn og seilast hratt í áttina að mér og mér finnst hjartað ætla út úr bringunni. Ég öskra hástöfum á hann með grátstaf í kverkunum „Láttu mig vera!“.
Ég vakna með andfælum og ég finn tárin renna niður kinnarnar þegar að pabbi labbar inn og spyr mig hvort allt sé í lagi. Ég svara honum með grátköggull í hálsinum „Þetta var hann aftur“, hann horfir á mig og svarar.

„En Daníel, afi þinn er dáinn“.
“Take A Look To The Sky Just Before You Die…It´s The Last Time You Will.”-For Whom The Bell Tolls.