Vala roðnaði og settist hjá þeim.
,,Já’’
Týra varð alvarleg á svipin skyndilega.
,,Vala, nú er kominn tími til að þú hættir að nota bróður minn!’’ sagði hún reiðilega.
,,Ég er ekki að nota hann! Við elskum hvort annað út af lífinu!’’ sagði Vala undrandi.
,,Vala, það er út af ástardrykknum! Þið elskið ekki hvort annað í einlægni. Drykkurinn mun líka dvína út smám saman, sennilega áður en barnið fæðist’’ Týra brosti innra með sér, núna var kominn tími að skuldadögum.
,,Ha?’’ Vala titraði.
,,Vala! Það er frekar grunsamlegt að strákurinn sem allar stelpur elska verði skyndilega yfir sig ástafanginn af nýliða! Skilurðu ekki?’’ Týra fékk góða útrás. Loksins, loksins gat hún hefnt sín.
,,Ég…’’
,,Ekki reyna að afsaka þig! Þetta var svo augljóst, þú notfærðir þér hvað þú varst ný til að kynna þér ástardrykkinn og hvernig ætti að gera hann! Áður en við vissum af voruð þið límd saman!’’ Týra ýkti eins og hún treysti sér til, hún vissi að Vala mundi ekkert af dvölinni sinni.
Stelpa sem sat við borðið var komin í stuð, hún stóð upp og gekk ógnandi að Völu sem stóð líka upp.
,,Honum var ætlað að vera með mér! Við vorum fullkomin saman!’’ hvæsti stelpan ,,svo komstu og tróðst þér á milli okkar og náðir honum á þitt band með svikum!’’
,,Þú laugst og laugst og laugst, komst þér þannig í mjúkinn hjá honum!’’ Týra herpti varirnar.
,,Hvað gerði ég þér? Ykkur? Til að verðskulda það að þið ljúgið svona að mér?’’ spurði Vala grátandi.
,,Allt! Þú eyðilagðir allt!’’ stelpan var byrjuð að æpa.
,,Ég trúi ekki að þið séuð að ljúga svona upp í opið geðið á mér!’’ grét Vala og strunsaði út og gekk að Englabrunn. Það var sjö metra djúpur brunnur sem var notaður til að fylla náttúrulaugina sem Tara hafði látið gera fyrir sig. Á sveigðu tréskilti fyrir ofan hann stóð nafnið á honum virðulegum og gamaldags stöfum. Hún settist á hann og starði niður í myrkrið. Hún trúði hverju einasta orði sem stelpurnar höfðu sagt, hún hágrét og faldi andlitið í höndunum. Svo leit hún aftur ofan í brunnin og fékk skydilega hugmynd. Það virtist ekkert sérlega flókið að binda bara endi á þetta.

Um það bil klukkutíma áður vaknaði Hringur við að sænginni er svipt af honum. Hann opnar augun og sér Völu liggjandi við hliðina á sér. Hann getur ekki annað en brosað.
,,Hættu að vera væminn maður og drullaðu þér á fætur’’ hvíslaði einhver hvasst. Hringur leit upp og sér einn af bestu vinum sínum frá hótelinu hanga yfir sér.
,,Vísir!’’ Hringur stóð á fætur og ýtti honum út og læsti.
Vísir byrjaði að berja á hurðina.
,,Gaur! Hleyptu mér inn! Það er einhver stelpa sem er að væla í mér og segist þurfa að kjafta við kelluna þína’’
Hringur bölvaði og klæddi sig í náttbuxur og opnaði beint á nefið á Vísi.
,,Hvaða stelpa er þetta?’’ spurði hann. Spurningunni var svarað á sama andartaki því hann gekk beint í flasið á henni.
,,Þú! Ég vildi tala við Völu’’ hvæsti hún.
,,Þú’’ sagði hann vandræðalegur á innsoginu.
,,Engin furða að hún hafi sent þig! Hún þorir ekki sjálf, tíkin!’’ urraði hún.
,,Heyrðu…’’ byrjaði hann, en hún vildi ekki hlusta og sló hann af öllu afli á kinnina og strunsaði niður tröppurnar. Hringur stóð bara vankaður í smástund og vissi ekkert hvað hann ætti að gera. Svo leit hann á Vísi.
,,Hvað á ég að gera?’’ spurði hann.
,,Elta hana?’’ lagði Vísir til og yppti öxlum. Hringur andvarpaði.
,,Ég hata drama’’ svo skakklappaðist hann niður tröppurnar á eftir stelpunni.

Klukkutíma seinna var hann orðinn hundleiður á þessu og ákvað að ganga heim. Hann var bara á náttbuxunum og ber að ofan en var samt sjóðheitt af hlaupunum. Stelpan var hlaupin eitthvert í burtu og hann nennti ekki að elta hana lengur. Henni fannst hún drepleiðinleg og hafði kallað Völu allskonar nöfnum sem hafði gert hann virkilega reiðan.
Þegar hann kom heim var stelpan komin heim. Hann hvessti augunum á hana en hún brosti bara sakleysislega. Týra hristi bara hausinn svo hann ákvað að fara bara aftur út því hann nennti ekki að rífast við þær. Hann gekk inn í garðinn og sá Völu sitja á Englabrunn.

Hún hallaði sér fram svo það eina sem hélt henni uppi var handriðið. Hún sleppti annari höndinni og taldi í sig kjark til að sleppa hinni en þá var skyndilega gripið fast um mittið á henni.
,,Í guðanna bænum, ekki drepa það eina sem ég elska!’’ sagði kunnuleg rödd. Svo togaði hann hana úr brunninum og faðmaði hana að sér. Hún hágrét í faðmi hans.
,,En hún sagði…að það væri útaf drykknum…að þú elskaðir mig ekki’’ vældi hún. Honum fannst hún svolítið barnaleg í smástund en fór síðan að gruna ýmislegt.
,,Hver?’’ spurði hann.
,,Æi, vinkona Týru, þær voru svo andstyggilegar!’’
Hringur varð hálfundrandi að heyra hana gráta svona sárt yfir þessu.
,,Vala, ég þekkji þessa stelpu mjög vel. Hún var mjög skemmtileg og yndisleg þar til þú komst. Við vorum svona eiginlega…’’ en Vala leyfði honum ekki að klára setninguna.
,,Ekki skafa alveg úr mér hjartað’’ sagði hún og saug upp í nefið. Hann hló og andaði að sér lyktina af hárinu á henni.