,,Ég trúi því varla að þú tímir að lána mér hann!’’ sagði Vala og strauk yfir sæbláan, stuttan kjólinn. Tara hnussaði.
,,Þetta er frekar gamall kjóll og hef aldrei notað hann! Hann er aðeins of stuttur fyrir mig.’’ Sagði hún. Týra hló.
,,Ertu orðin svona gömul?’’ spurði Týra mömmu sína. Vala ranghvolfdi augunum. Hún þoldi ekki þessa uppáþrengjandi systur Hrings og trúði varla að hún hafi einu sinni verið vinkona hennar. Tara tók undir hláturinn og stóð upp af hjónarúminu sem hún svaf í núna ásamt Finn. Hann hafði boðið henni það fyrir nokkrum dögum. Þau gátu ekki lengur haldið því leyndu hvað þau voru bálskotin í hvort öðru. Svo leysti hann hana frá störfum sem þjónustustúlka og í staðin bjó hún þarna sem kærasta.
,,Jæja, Týra mín, komið að þér. Kjóllinn sem ég valdi fyrir þig er svolítið líkur hennar Völu nema síðari og aðeins dekkri. Og kannski smá virðulegri’’ bætti Tara við og blikkaði hana og þær flissuðu báðar. Vala brosti gervilega.
Týra var ekki lengi að fara í kjólinn. Vala bráðnaði næstum af afbrýðisemi. Hún var svo mjó og það fór kjólnum svo vel. En hún sjálf var með fimm mánaða óléttubumbu sem skemmdi heildarútlitið á kjólnum. Naflinn var byrjaður að standa út og það var frekar augljóst því kjóllinn var pínu þröngur.
En þegar hún gekk niður tröppurnar rétt fyrir sex og mætti Hring hurfu allar áhyggjur. Hann skælbrosti.
,,Þú ert gullfalleg!’’ sagði hann og kyssti hana á hárið. Hún flissaði.
,,Þú líka’’ svaraði hún.
,,Langar þig að sjá jólagjöfina þína?’’ spurði hann eftir smá þögn. Hún kinkaði spennt kolli.
Hann leiddi hana inn í stofu. Þar var búið að koma fyrir risastórri, innpakkaðari gjöf. Hún reif pakkann upp viðkvæmnislega. Í honum var barnarúm. Alveg hvítt, með hvítri himnasæng úr silki og óróa úr tré.
„Það er æði!“ hrópaði hún og hoppaði í fangið á honum.
„Verði þér að góðu, ástin mín!“ sagði hann blíðlega og brosti innilega.
„Gjöfin frá mér er ekki nærri svona flott“ sagði hún hrygg en tók samt upp lítinn pakka og rétti honum. Hann var pakkaður inn í grænann pappír og var með rauðum borða. Hringur varð frekar undrandi því það var ólíkt henni að velja svona liti. Kannski hafði einhver pakkað þessu inn fyrir hana. hann opnaði pakkann. Lítill svartur kassi tók á móti honum. Hann opnaði hann líka. Hann innihélt lítinn miða. Hringur las hann snöggt yfir. Svo las hann miðann aftur, hægar.
Eftir að hafa lesið miðann nokkrum sinnum leit hann upp á Völu.
„Hvernig…?“ spurði hann. Miðinn var lítill, einfaldur skafmiði. Það var búið að skafa hann og það stóð að þau hafi unnið fimmtíu milljónir.
„Ertu ekki glaður eða?“ spurði hún glottandi.
„Jú, ég…úff!“ hann faðmaði hana að sér og allir í stofunni klöppuðu og hlógu.

„Góður Guð!“ andvarpaði Vala. Hún þurfti að sofa með fimmtán öðrum stelpum í herbergi því það var ekki nóg af herbergjum.
„Hvað?“spurði Týra.
„Ég er að drepast úr ást!“
Flestar stelpurnar í herberginu dæstu af hrifningu.
„Lýstu tilfinningunni“ tísti ein stelpa sem hafði kynnt sig fyrir henni fyrir stuttu. Hún hét víst Dropa og var álíka uppáþrengjandi og Týra. Vala gat ekki annað en brosað.
„Þegar ég sé hann líður mér svo vel að mér svimar. Þegar hann brosir verð ég að brosa tvöfalt. Þegar ég hugsa um hann tárast ég af gleði. Þegar hann talar langar mig að muna hvert einasta orð! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér finnst að kyssa hann!“
Hún fór öll á ið og settist upp á dýnunni.
„Dúllan þín! Þú getur varla hugsað þér hvað það var krúttlegt þegar þið gáfuð hvort öðru gjafirnar“ sagði Dropa.
Hún roðnaði.
,,Bíddu nú við, fyrst þú elskar hann svona mikið afhverju ertu þá hérna í herbergi með helling af öðrum stelpum í stað þess að vera ein í herbergi með honum? Hann er einn í herbergi því hann er náttúrulega bróðursonur Finns!’’ sagði rauðhærð stelpa sem var óhugnalega horuð.
,,Þú segir nokkuð’’ segir Vala og sprettur á fætur ,,ég ætla að skreppa inn til hans!’’
Stelpurnar flissa og reka á eftir henni. Hún fer úr ljótum náttbuxunum og víðum bolnum og skellir sér í stuttan, vínrauðan náttkjól sem Tara hafði gefið henni. Hann var úr mjúku silki og með svörtum blúndum neðst.
Hún opnar hurðina að herberginu hans Hrings.
,,Hringur?’’ hvíslar hún.
,,Já’’ segir hann og hljómar hress miðað við að klukkan sé tvö um nótt.
,,Má ég kúra hjá þér? Ég vil það miklu frekar en að sofa á dýnu ásamt fimmtán öðrum blaðurskjóðum!’’ spyr hún.
,,Auðvitað, ég vonaði eiginlega í allt kvöld að þú spyrðir en þorði ekki að spurja þig sjálfur’’ sagði hann. Hún skreið upp í til hans ,,úff, þú ert með kaldar tær!’’
,,Þeim var nær að setja marmaragólf um allt hús!’’ sagði hún hlæjandi. Hann tók utan um hana.
,,Ég skal hlýja þér’’ sagði hann blíðlega og breiddi yfir tærnar.
Þegar þau lágu svona undir þykkri dúnsænginni fór Vala allt í einu að hugsa um það að þetta væri í fyrsta skipti sem þau deildu rúmi.
Hann reisti sig upp á olnbognn og kyssti hana á nefbroddinn.
,,Þú ert algjört krútt svona þreytuleg!’’ svo lét hann sig detta á koddann. Hún lagði hausinn á bera bringuna á honum og fór af einhverjum ástæðum að hlæja þegar hún heyrði taktfastan hjartsláttinn.
Hann gældi við upphandlegginn á henni svo hún fékk hroll.
,,Góða nótt’’ hvíslaði hún til að freistast ekki til neins.
Þá fór hann bara að hlæja og reisti sig við til að kitla hana. Hún veinaði af hlátri.
,,Ég get vel séð til þess að við eigum góða nótt’’ sagði hann þegar hann lagðist loks niður. Hún leit skelkuð á hann en hann brosti bara blíðlega.

Völu leið hálfilla um morguninn þegar hún fór niður í eldhús til að borða morgunmat. Hringur var farinn einhvað út og hafði skilið hana eftir eina. Henni leið eins og allir vissu hvað hafi gerst um nóttina svo hún horfði bara beint niður.
,,Vala?’’ heyrði hún Dropu segja.
,,Andskotinn’’ muldraði hún án þess að nokkur heyrði en leit svo upp ,,hvað?’’
Stelpurnar sem sátu við borðið hjá Dropu glottu út í eitt.
,,Var gaman í nótt?’’