Ég ákvað að vippa upp texta um reynslu sem kom fyrir mig:

Einn, ekki svo óvenjulegan dag vaknaði ég í alsælu. Það hafði aldrei verið léttara að fara á fætur, og engin útskýring var í sjónmáli. Að þurfa að ganga út í frostið hafði aldrei verið þolanlegra, og ég vissi ekki hvort mér ætti að vera að sama um orsökina eða ekki.
Þessi nýja tilfinning var hvorki áþreifanleg né fyrirferðamikil, og henni fylgdu ekki aukatilfinningar. Hún jók getu mína, góða skapið og stefndi einbeitingu minni í hárrétta átt.
Ég var sannfærður um, að allar mínar ákvarðanir hafi verið réttar þann dag. Ég brosti til hvers andlits sem gekk fram hjá mér og, vitandi hvað lífið var miklu auðveldara svona, jók félagslega getu mína, góða skapið og stefndi einbeitingu minni í hárrétta átt.
Ég var sannfærður um, að ég hafi vakið hlýju í hverri einustu sál sem ég átti samskipti við þann dag. Ég lagði mig allan fram við að sjá tækifæri til að gera fólki létta greiða sem auðvelda þeim hversdagsleikann, og horfa á heiminn ljóma í kringum slóð mína. Að vita hve mikill winner ég var þann dag, jók félagslega getu mína, góða skapið og stefndi einbeitingu minni í hárrétta átt.
Ég var sannfærður um, að núna gæti ég ekki tapað. Þó þessi tilfinning væri farin í fyrramálið, þá hefði ég að minnsta kosti fundið lykilinn að eilífðarvél einstaklingshamingju. Ég bankaði á dyrnar hjá þér. Félagsleg geta mín, góða skapið mitt og einbeitingin mín náði hámarki.
Ég var sannfærður um, að núna myndum við ná saman. Ég lagði mig allan fram, en ekkert gekk. Takmark dagsins hafði mistekist. Félagsleg geta mín, góða skapið mitt og einbeitingin mín náði lágmarki.
Ég var sannfærður um, að núna myndi ég brotna niður. En nýja tilfinning mín kom, mér að óvörum, sterk inn. Ég horfði fram á við án þess að geta staðist bros. Mér var alveg sama.

Takk fyrir að lesa :D