,,Dropa?’’ hvíslaði Týra.
,,Já’’ svaraði Dropa.
,,Hvað hefur Vala verið að tala við þig um?’’
,,Það er leyndó’’ Dropa glotti og hagræddi sér á dýnunni.
,,Uss! Ekki tala svona hátt, það eru allir sofandi nema við’’ hvæsti Týra
,,Og Vala’’ bætti Dropa við.
,,Þetta er mikilvægt Dropa, ég þarf að vita það!’’ Týra varð pirruð á svipin en þetta hafði engin áhrif á Dropu, hún naut þess að pirra fólk.
,,Ég lofaði henni’’
Nokkrum dýnum frá þeim lá Vala brosandi. Hún vissi núna að hún gat treyst henni fyrir litla leyndarmálinu sínu.

Dropa vaknaði og teygði úr sér. Flestir voru komnir á ról og voru að fá sér að drekka. Henni til skelfingar sá hún Völu vera að tala við Týru. Hún skreið til þeirra.
,,Vala segðu mér! Þú ert búin að hanga með þessari klíku lengi og hún hlýtur að hafa haft einhver áhrif á þig! Þú átt líka einhvað leyndarmál sem þú hefur engum sagt!’’
,,Lengi? Tveir dagar…hæ Dropa!’’ Dropa ljómaði öll þegar Vala ávarpaði hana. Henni fannst hún alltaf útundan þegar Vala var annars vegar.
,,Týra, hættu að vera svona forvitin!’’ ávítaði Dropa hana.
Munnurinn á Týru varð eitt strik og hún hvessti reiðilega augunum á þær þar sem þær horfðu á hvor aðra flissandi.
,,Hvað mundi ég svosem gera? Kjafta frá?’’ spurði hún móðguð. Stelpurnar veinuðu af hlátri.
,,Nei, einmitt ekki’’ sagði Vala kaldhæðnislega ,,eða hitt þó heldur, þú mundir hlaupa til Hrings og kjafta frá og hann mundi koma og setja mig í búr!’’
Dropa gekk hlæjandi í burtu til að fá sér morgunmat. Nokkrar aðrar úr klíkunni stóðu upp frá dýnunum og eltu hana inn í eldhúshornið. Brosið af Völu hvarf þegar hún rifjaði upp með skelfingu ákveðið augnaráð Hrings þegar hún hitti hann fyrst. Hún hafði losnað við allar efasemdir og fylgdi honum án þess að mótmæla.
En það var of seint að hugsa um það núna. Týra horfði stíft í augun á henni og sigrihrósandi broslék um varir hennar þegar Vala sagði hljóðlega frá leyndarmálinu.
,,Það byrjaði þegar ég uppgötvaði að þessar sögur sem maður heyrði þegar maður var lítill, væru sannar. Auðvitað varð ég áhyggjufull og það versnaði bara þegar öll prófin sem þú gafst mér voru jákvæð.’’ Týra varð óróleg þegar hún hugsaði til jákvæða prófsins síns en harkaði af sér, en brosið varð stífara ,,Ég þaut til litla vísindamannsins í hópnum sem er auðvitað Klettur. Hann er rosalega smávaxinn finnst þér það ekki?’’ Týra kinnkaði hægt kolli ,,hann benti mér á að fara til þessarar ágætu klíku sem hefur mikið hjálpað stelpum í…þú veist, þessu ástandi’’
,,Hljómar spennandi’’ sagði Týra áhugalaus ,,en afhverju þurftirðu að fara til Kletts?’’
Vala varð vandræðaleg og sárvorkenndi sjálfri sér.
,,Ég ákvað nýlega að…’’hún stundi ,,ég ákvað að verða, þú veist, manneskja aftur’’
Týra tók andköf.
,,Og hvað? Gaf hann þér nokkuð?’’
,,Já, ég er búin að taka það inn. Það byrjar að virka eftir tvo sólahringa.’’ Sagði hún. Sólahringa. Hringur… hún andvarpaði sorgmædd ,,Klettur sagði að það væru miklar líkur á að barnið yrði eðlilegt með mér því það notar auðvitað næringuna sem ég fæ. Þú skilur’’
,,Ertu búin að tala við Hring?’’ spurði Týra.
,,Hvað kemur hann málinu við?’’ augun í Völu stækkuðu.
,,Hann er pabbi barnsins! Hvað heldurðu?’’
,,Hann á eftir að banna mér…hindra mig…finna enn eitt móteitrið fyrir mig.’’ Hún andvarpaði, yppti öxlum og fór til Dropu.

Tveim klukkustundum fyrir miðnætti vakti Vala Dropu og steig inn í lyftuna. Klettur sá til þess að þær kæmust á áfangastað.
,,Ái, það stingur mig einhvað í mjöðmina’’ Dropa bylti sér og tók fram tvo pinna í laginu eins og penni. Hún gapti. ,,tvö neikvæð óléttupróf! Ég er viss um að þetta er eftir Týru’’
Vala hafði engann áhuga á lífi Týru þessa stundina. Hún hafði grátið sig í svefn en vaknað fljótlega aftur þegar klukkan í lobbíinu sló níu. Núna sat hún hér og var á leiðinni í gamla hótelherbergið sitt.
Þegar þær voru komnar kvaddi Dropa hana grátandi með faðmlagi.
,,Við…ég mun sakna þín’’ svo steig hún inn í lyftuna og fór.
Vala lagðist í rúmið og sofnaði næstum strax.

Um hádegið vaknaði hún og virti, liggjandi, fyrir sér loftið. Margar sprungur voru þar og í einu horninu hafði kónguló einu sinni átt vef en núna hékk hún dauð í einhversskonar hvítri, glansandi flækju. Í horninu þar við hliðiná hafði gul mygla tekið sér bólfestu.
Núna skil ég afhverju sumir létu sig hverfa, hugsaði hún og reisti sig við.
Hún tók upp töskuna sína og tók upp símann sinn. Hann var batteríslaus. Samt hafði hún hlaðið hann bara í gærkvöldi. Hún yppti bara öxlum og stakk honum í vasann og fór framm. Niðri í lobbíi var gamli eigandi hótelsins að útskýra fyrir eitthverjum túristum leiðina að bókasafninu. Hún bjó sig undir að fara út þegar hann kallaði.
,,Bella! Hvar hefurðu verið?’’ ósjálfrátt sneri hún sér við til að sjá hvern hann var að ávarpa en sér til undrunar var hann að horfa á hana.
,, Bella?’’ hún hló ,,hvað ertu að segja? Ég heiti Vala!’’