Mér datt í hug að skrifa niður upplýsingar um persónur í Blóðfórn svo ég ruglist ekki og ætlaði svo bara að senda það hingað inn. Ath, þetta er skrifað eftir nýja eintakinu sem ég hef verið að vinna að.
Njótið =)




Matteus Akademus Imper – er svarthærður með dökkbrún augu. Húð hans er föl, næstum hvít og hár hans nær rétt niður fyrir kjálka. Hann er sterklegur og grannvaxinn.
Hann á dumbrautt mótorhjól og býr í íbúð á þriðju hæð í blokk, tómleg íbúð.
Eiginleiki hans we bæði blessun og bölvun, hann þarfnast blóðs, allavega mánaðarlega. Hann er hálf vampíra og hálfur maður og það eina sem gerir hann líkan vampíru er blóðþörfin, vígtennur sem koma í stað augntanna (sem hann getur falið en ekki í svefni), lifir lengur en flestir menn, s.s. 200 ár.
Þegar hann drekkur blóð fær hann orkubúst og með hverjum sopa sem hann tekur verður erfiðara fyrir hann að hemja sig. Hann er dularfullur og grimmur að eðlisfari en verður allt önnur persóna með Köru, blíður og nærgætinn en getur samt sýnt sitt rétta eðli.
Staða hans hjá sínum líkum er sonur höfðingjans og er þess vegna af höfðingjaætt. Hann er einnig blóðprins. Hann er næstelstur af fjórum systkinum og var í uppáhaldi hjá föður sínum vegna afkasta hans á veiðum. Aðferðir hans við að veiða eru sérstakar, það mætti segja að hann leiki sér að matnum áður en hann borðar hann. Hann fær stelpur á aldur við hann til að falla fyrir sér og leiðir þær svo í rúmið en þar eru þær viðkvæmastar og auðveld bráð.
Hann sérhæfir sig í konum en hefur krafta og snerpu til að berjast við 10 manns í einu. Hann notar hnefana og sérsmíðaðann hníf með áletrun á sinni tungu.
Hann getur dáleitt upp að vissu marki en nógu mikið til að geta ‘’hreinsað upp’’ eftir sig. Allir geta dáleitt en það þarf að læra það í nokkurn tíma.
Hann er með tvö húðflúr aftan á hálsinum rétt fyrir neðan hárræturnar. Það efra er svört kóróna með sömu áletrun og er á hnífnum. Fyrir neðan það er svartur örn með hvassann gogginn opinn, tilbúinn til að sökkva honum í hold næsta fórnarlambs síns. Þessi tvö húðflúr standa fyrir ættflokk hans og stöðu hans innan hans.
Hann er kallaður Matti af vinum sínum.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.