Jebb, Ég dó. Ég var á Reykjanesbrautinni á 220km hraða og dekkið sprakk. Ég missti stjórn á bílnum. Endaði í nokkrum veltum. Ég lá í bílnum. Augu mín voru opin. Lyktin af handónýtri vélinni fór innum nefið á mér. Ég fann heitt blóðið leka úr brjóstkassa mínum. Eftir að hafa legið í öndunarvél í þrjá daga dó ég. Ég vaknaði aldrei í öndunarvélinni. Fjölskylda mín grét í jarðaför minni. Öll reyndu þau að muna eftir Einari þegar hann var ungur fjörugur og alltaf brosandi. Öll litlu prakkarastrikin. Öll reyndu þau að muna lífsvilja Einars. Öll eru þau að reyna skilja afhverju þeim finnst rangt að Einar skuli hafa dáið. En þá er komið að mér, Ég stend við hlið Guðs. Lykkla Pétur tekur á móti mér. Hann segir velkominn Einar, Gaktu inn. Ég neita ganga inn og segist ætla bíða við hliðið eftir einni sálu. Hann segir “Okay” og segir ekki meir. 20 ár eru liðinn og ég stend enn við hliðið. Nú byrja aðrar sálir að standa með mér, Spyrja mig afhverju ertu hér? Ég svara ekki. Sálirnar byrja standa við hlið mér. 40 Ár eru liðinn. Nú eru um 300 sálir að bíða með mér, Engin af þeim veit afhverju ég bíð. 60 ár eru liðinn. Bróðir minn Stefán deyr. Hann kemur að hliðinu og ég tek á móti honum brosandi. Ég tek utan um hann og bið hann innilegar afsökunar á því að ég skemmdi bílinn hans :) Hann er auðvitað löngu búinn að fyrigefa mér. Enn mér fannst einsog það væri mín skylda, Því ég veit hve vænt honum þótti um bílinn sinn. Þegar um 400 sálir sjá þetta, Þá verða þær ekki reiðar. Þær brosa. Loks skilja þau afhverju þau stóðu við hliðið í um 40 ár. Bróður ást deyr aldrei.

Hehe,
Takk fyrir mig.
Kveðja.
Einar Haukur Sigurjónsson.

Gömul smásaga eftir mig sem ég var að grafa upp.