Ég veit að þetta er stutt.Púslaði þessu saman á fjörtíu mínútum :) Fer bara eftir ykkur hvort það komi meira.

Hann gekk að glugganum og dró tjöldin frá. Það var miðnætti og þessvegna kolniðamyrkur og flestir sofandi. Feitlagaður strákur kippti töskunni sinni úr litlum bíl, kyssti gamla konu sem sat við stýrið á kinnina og gekk svo inn. Bíllinn keyrði í burtu með drunum. Hann hálfhljóp að bjöllunni og togaði þrisvar í spottann.
,,Vakna letihaugar! Það er komið líf í húsið!’’
Reyndar stóð fólkið ekki á fætur fyr en um fjörtíu mínútum seinna sem var ekkert óvenjulegt. Þau klæddu sig og settust í kringum stóra borðið og plönuðu hvað þau myndu gera.
Nýjasta stelpan sat við endann. Ef þessi strákur væri með ljóst blóð myndi hún setjast hægra megin við þann stól næst. Núna sat þar ljóshærð stelpa sem var alltaf að gráta því það varð einhvað vesen með tennurnar svo henni verkjaði í þær í sífellu. Þeir sem upphaflega stofnuðu klúbbinn grunuðu að hún væri með blandað blóð en ákváðu að leyfa henni að vera þar sem ekki væri aftur snúið.
,,Allt í lagi, hverjir vilja fá hann inn, rétt upp hönd’’ sagði einn af þeim sem hafði verið þarna lengst, hún var orðin góður vinur hans, sumir sögðu að það væri jafnvel meira. Hún brosti til hans en hann endurgalt það ekki eins og vanalega, hann brosti sjaldan eftir að hún bættist í hópinn. Nákvæmlega helmingurinn rétti upp hönd. Hún var ekki meðal þeirra. Hún hafði áhyggjur af því að þetta var fyrsta veiðin hennar.
,,Heyrðu, þú átt eftir að fá vígsluna!’’ sagði hann og bölvaði ,,við verðum að halda vígslu áður en stelpan fer á veiðar’’
Nokkrir fögnuðu. Og einhver sló í öxlina á henni.
,,Núna er bara að finna út hver ætlar að verða stjórnandi’’ fagnaðarlætin hættu ,,ég vil einfaldlega spyrja þig, nýliði, hvort viltu af hinu kyninu eða þínu?’’
Hún fór hjá sér. Það var rúm vika síðan hún flutti inn og furðaði sig á því að hún hafði ekki fengið neitt að borða síðan. Þau voru öll tágrönn og föl. Hún vildi helst fá stelpu sem stjórnanda en það voru bara ellefu stelpur þarna að henni meðtalinni. Hún treysti bara einni þeirra en hún var veik. Mjög veik. Tönnin hennar var brotin, það var, hjá vampírum, eins og að brjóta báðar hendurnar af. Henni blæddi mikið svo hún leit mikið betur út en hinir enda fengu þeir ekki blóð oft. En þau voru orðin vön því. Kannski væri bara betra að fá strák. Henni líkaði betur við þá. En ef hún myndi velja strák myndu allir stríða henni það sem eftir er. Og þó…
,,Ég vil einhvern af hinu kyninu’’ hún hálfbrosti og leit í kunnuleg, brún augun með litlum augasteininum. Allir strákarnir nema hann skellihlógu og nokkrar stelpur tóku undir.
,,Þögn!’’ kallaði hann og allir þögnuðu samstundis. Svo leit hann yfir hópinn og svo aftur á hana ,,einhvern ákveðinn?’’
Það var augljóst að hann glotti innan í sér, hann vissi að hún mundi velja hann. Hún leit ögrandi á hann á móti. Það hljóp spenna yfir hópinn og allir teygðu sig ósjálfrátt fram til að sjá hvort hún myndi láta undan og velja einhvern annan. Samband þeirra var undarlegt.
,,Já reyndar væri ég til í einn ákveðinn’’
,,Stattu á fætur og hvíslaðu nafninu að næsta einstaklingi, svo gengur það hringinn eins og í barnalegum hvísluleik.’’
,,Afhverju get ég bara ekki sagt það’’ hún leit í augun á honum. Hann var ekki glaður með að hún streittist á móti ,,ég nenni ekki að bíða eftir að fjörtíu og tveir manns hvísli þessu á milli sín! Ég ætla bara að sletta þessu í andlitin á okkur’’
,,Þá það, láttu vaða, ekki vera að gera einhvað mál úr þessu’’
,,Ég ætla að velja…’’ hún leit yfir hópinn og staðnæmdist á rauðhærðum, feimnum strák til að stríða honum. Svo leit hún skyndilega og ákveðið á vin sinn ,,…þig’’