Ryksugan mín er algjör snilld. Maður ýtir bara á nokkra takka og hún ryksugar alveg sjálf. Þetta er alveg ótrúlega hentugt fyrir fólk , eins og mig , sem nennir ekki að ryksuga heima hjá sér. Ég verð samt að viður kenna það að hljóðið í henni er algjörlega óþolandi en ég þoli það fyrir að þurfa ekki að ryksuga. En hér sit ég alein og spái í lífið og tilveruna meða ryksugan hamast við að ryksuga gólfið. Ég man að þegar ég var lítil var ég vön því að máta skónna hennar mömmu , þessa með háu hælunum. Það er ótrúlegt hvað heimurinn breytist þegar maður hækkar um nokkra sentimetra. Ég hugsa oft um það hvort líf mitt væri öðruvísi ef ég væri 7 cm hærri og til þess að finna það út tek ég fram skó sem mamma mín á sem eru með c.a. 7 cm hæl. Ég labba um húsið. Það er óneitanlega mikill munur á lífinu þegar maður er svona hávaxinn. Ég get skoðað efstu hilluna í ísskápnum almennilega núna og ég þarf ekki að standa á tám til að ná í glösin efst uppi í eldhússkápnum. Ég þarf ekki að teygja mig til að loka rimlagardínunum. Það er óneitanlega auðveldara að vera svona hávaxin. Ég skoða mig í speglinum. Ég verð að segja að ég er með alveg geðveikt flotta leggi. Það dregur hug minn að minningu um þrekæfingar í den. Við gerðum 150 kálfaæfingar (þ.e. standa í rimlum og láta hælana síga niður og svo aftur upp ) ég man hvað mér fannst þetta vont og erfitt og hvað mig langaði ekki að gera þetta. En þjálfarinn hvatti mig og alla hina áfram og tilkynnti mér og stelpunum það að kálfarnir á okkur yrðu æðislegir þegar við færum á háhælaða skó. Ég verð víst að viðurkenna það að það er satt , ég er með mjög fallega kálfa.
Ég gæti vel hugsað mér að ganga á svona háum hælum.
Verst hvað ég fer samt hægt á þeim.