Hún komst til meðvitundar. Hægt og treglega fór hún að skynja umhverfið í kringum sig. Hún rankaði við sér og fann ókunnuga lykt flæða inn í skilningarvitin. Svo var henni hrint harkalega inn í harðan veruleikann og minningarnar helltust yfir hana. Hvað hafði hún eiginlega verið að hugsa? Hún hlaut að hafa þjáðst af stundarbrjálæði. Þetta var klikkun, hrein og bein klikkun.
Hún opnaði augun og skært ljósið blindaði hana. Hún blikkaði augunum ótt og títt meðan hún vandist birtunni. Loks gat hún greint umhverfið í kringum sig. Hún reis undrandi upp og leit í kringum sig. Illur grunur kviknaði innra með henni þegar hún leit á veggi herbergisins sem hún var í. Ekkert var inni í skjannahvítu herberginu nema lítil orðsending staðsett fyrir miðju á litlu náttborði.

Ástin mín.
Ég vona að þú fyrirgefir mér með tímanum.
Þetta var þér fyrir bestu.
P.S. Ekki streitast á móti lyfjagjöfinniKlukkanBætt við 8. maí 2008 - 20:15
Á ekki að enda á Klukkan… :S Sá þetta ekki áður en ég sendi söguna inn.