Hún steig úr svörtum leigubílnum og rembdist við að koma stórri töskunni úr litlu skottinu. En það var ekki fyr en bílstjórinn kom út og rykkti töskunni út án mikillar áreynslu og rétti stúlkunni hana.
,,Takk’’ muldraði hún rétt áður en bíllinn hentist í burtu. Hún leit á peninginn sem hún hafði ætlað að borga manninum fyrir ferðina og velti fyrir sér hvort hann hafi ekki viljað peninginn.
Hún yppti öxlum og dró töskuna inn í múrsteinsklædda bygginguna á ískrandi hjólum. Maðurinn sem leigði henni íbúðina gekk til hennar. Hann var með hálfsilvrað hár og það vantaði eina framtönn í hann. Hann gekk með staf, en var þó fullkomlega beinn í baki, og var í upplituðum, vínrauðum jakkafötum sem strekktust yfir spikið. Hann tók við töskunni hennar og vísaði henni upp í lítið herbergi, um tíu fermetrar. Hann lagði frá sér töskuna.
,,Þarna er hurðin að baðherberginu. Það er frekar fábrotið en það er þó vaskur,klósett og sturta með rennandi vatni’’ hann hló hvellum hlátri svo sást í skarðið þar söm tönnin átti að vera ,,og eins og augljóst er, er rúmið þitt þarna og skápur til að geyma fötin þín þarna. Sameiginlegt eldhús er niðri, matur, eldavél, ískápur og fleira fylgir með’’
Hún brosti.
,,Þakka þér fyrir gestrisnina’’ sagði hún. Hann hnippti í hana.
,,Heyrðu ég vil ekki hræða þig en sumirh afa horfið héðan ásamt farangrinum sínum, algjörlega sporlaust’’ hann horfði á hana tryllingslegu augnaráði.
,,Ég skal reyna að halda mig hérna’’
Hann fór út og lokaði á eftir sér. Hún settist á rúmið. Hérna mundi hún dveljast á meðan hún kláraði listaháskólann. Hún var dauðþreytt eftir aksturinn og lét sig falla aftur á bak og sofnaði í öllum fötunum.
Hún vaknaði klukkan hálfsjö um morguninn við að fá sólina beint í augun. Hún bölvaði, dró fyrir og sofnaði aftur.
Um hádegið vaknaði hún og virti, liggjandi, fyrir sér loftið. Margar sprungur voru þar og í einu horninu hafði kónguló einu sinni átt vef en núna hékk hún dauð í einhversskonar hvítri, glansandi flækju. Í horninu þar við hliðiná hafði gul mygla tekið sér bólfstu.
Núna skil ég afhverju sumir létu sig hverfa, hugsaði hún og reisti sig við.
Hún slétti úr fötunum og litaðist um eftir töskunni sinni og rak upp öskur þegar hún sá mannsfætur. Ungur maður, aðeins eldri en hún stóð þarna og hallaði sér upp að vegg, glottandi. Hún öskraði aftur. Hann setti langann og mjóann vísifingur upp að vörunum til merkis um að hún ætti að þegja. Hún hætti að öskra og horfði í stað þess skelkuð á hann. Hann glotti aftur og benti henni að koma. Hún hristi höfuðið og steig eitt skref aftur á bak.
Hann leit beint í augun á henni. Hann var með ósköp venjuleg augu en furðulega lítinn augastein. Í kringum lítinn augasteininn var brún, mjó rönd. Augun horfðu blíðlegu en dáleiðandi augnaráði. Skyndilega fannst henni eins og hún þyrfti að fara með honum og gekk hröðum skrefum til hans.
,,Eins gott fyrir mig, það er ekki oft sem við fáum fallegar stelpur’’
,,Sem þið fáið?’’ hafði hún eftir honum. Hann svaraði með því að glotta aftur og gekk að skápnum hennar og opnaði hann. Við þeim blasti hálftómur fataskápurinn og ein dauð mús. Hann ýtti frá mölétinni kápu og þrýsti beinaberum puttanum upp að beygluðum nagla sem stóð út. Bakið á skápnum tvístraðist og opnaðist að þeim svo sást í pínulítið herbergi, um einn metri á hæð og breidd.
,,Taktu töskuna þína’’ hálfhvíslaði maðurinn rétt áður en hann skreið inn í herbergið ,,og komdu svo’’
Hún teygði sig í töskuna og settist hjá honum. Þau voru bæði frekar leggjalöng svo þau urðu að beygja lappirnar örlítið til að komast fyrir.
,,Við erum komin inn!’’ kallaði maðurinn innum örlitla sprungu hans megin á veggnum og í sama bili skelltist skápabakið og það kviknaði á rykugu ljósi í loftinu ,,ekki vera hrædd elskan, við verðum komin þangað eftir tíu mínútur’’’
Hann brosti hughreystandi og lagði handlegginn yfir hana, fullur trausts. Eftir dáleiðandi augnaráðið sem hann hafði gefið henni treysti hún honum fullkomlega en var svolítið óviss um þetta herbergi.
,,Hvert verðum við tíu mínútur að fara?’’ spurði hún og hljómaði óttaslegin ,,og hvað er þetta?’’
,,Sko, við erum í lítilli lyftu sem liggur að öllum herbergjum á annari hæð. Síðan liggur hún líka að herbergi sem maður getur bara komist í með því að nota þessa lyftu. En verst er að maður þarf að nota handaflið til að koma lyftunni áfram og þeir sem eru hurðalausa herberginu sjá um að við komumst á leiðarenda’’
Hann tók andköf því hann var óvanur að tala lengi í einu. Venjulega nægðu honum stuttar, einfaldar setningar sem komu öllum skilaboðum til skila. En hann vissi að hún væri nýliði og að nýliðar gátu verið heimskir.
,,Ó….’’ sagði hún heimskuleg og kinkaði kolli. Hann brosti, hún mun verða flink, hugsaði hann. Hann bað hana um að leggja sían hönd um öxlina á sér líka sem hún gerði fúslega.
Best að prófa hana, hugsaði hann. Hann teygði hálsinn yfir til hennar og beit hana laust í hálsinn.