Ég skríð inn í fataskápinn og kem mér vel fyrir á fötum sem liggja krumpuð á botninum. Síðan loka ég mig inni í myrkrinu, loka augunum og sofna.

Dyrnar að íbúðinni opnast með látum. Einhver labbar inn, og svo annar. Þetta eru Ásta og Eiríkur. Þau eru að rífast. Í fyrstu heyri ég ekki hvað þau segja en svo koma þau inn í svefnherbergið, þar sem ég sit inni í skápnum.
„Ég trúi því ekki að þú hafir gert þetta,“ segir Ásta. Ég heyri hana setjast í rúmið og taka af sér stígvélin.
-„Þetta er svo mikill misskilngur hjá þér. Og ég trúi því ekki að þú hafið í alvöru elt mig,“ svarar Eiríkur æstur, „ég hélt að þú treystir mér?“
-„Það var nú eins gott að ég gerði það ekki. Annars værir þú með hórunni þinni núna.“
-„Anna er með mér í verkfræðinni.“
-„Ha?“ reiðin í rödd Ástu dvín.
-„Já, hún var að lána mér glósur.“
-„Afhverju kysstirðu hana þá?“
-„Kyssti hana? Ég gerði það ekkert.“
-„Jú, þegar þið hittust. Þú hallaðir þér framan og kysstir hana. Á munninn, ég sá það.“
-„Ásta, hún missteig sig og ég grep hana. Ég kyssti hana ekki neitt.“
-„Ó,“ svarar Ásta vandræðaleg.
-„Þú verður að læra að treysta mér.“
-„Ég veit. En ég bara…“
Ég heyri Eirík kyssa hana.
-„Jájá.“
Mér heyrist hann henda henni í rúmið. Hún flissar. Hann stunar.

Ég öskra af ógeði. Mig langar ekki að heyra þetta. Ég opnaði harkalega skápinn og rúlla út á gólfið.
„Ég er kominn út úr skápnum,“ öskra á og stend upp.
Ásta og Eiríkur horfa á mig stórum augum. Hann liggur ofan á henni í rúminu en til allrar hamingju eru þau fullklædd. Síðan förum við öll að hlægja.