Sumarnóttin blæs inn um svefnherbergisgluggann, fiðrildi flögtra með.
Þau virðast vera eins og svört hjörtu við hvíta veggina í rökkvuðu herberginu, ekkert heyrist nema tifið í klukkunni í bland við götuhljóðin.
ég sit ein í rúmminu með gítarinn.

það er allt í rústi í herberginu, í raun allri íbúðinni alveg eins og andlitið á mér.
Maskarinn farinn að leka og rauði varaliturinn kominn út á marða kinnina, mér er alveg drullu sama, hlusta bara á einn og einn bíl fara framm hjá með tómlegt tifið í klukkunni í bakrunninum.

Það er spenna í loftinu “hvað í anskotanum er ég að gera hérna” hugsa ég með mér á meðan áfengisþorsti læðist að mér. Kveiki mér í sígó, hjörtun hreyfast um leið og blossinn lýsir í augnablik upp dimmt herbergið.
“Hvar í andskotanum er helvítis fifblið” segji ég uppáhtt og tek annan smók af sígarettunni og verð vör við hnútinn í maganum sem herðist og herðist, höndin sem heldur um rettuna byrjar örlítið að skjálfa.

“Ég veit hann fer að koma” ég bý mig undir átök þegar bíl er lagt fyrir utan. “Mikið var” samt hrekk í við þegar útihurðin opnast “Göd hvað ég gæfi ekki fyrir sjúss núna” ég bíð átekta á meðan hann fer um íbúðina í leit af mér.
Dreg að mér hljóðfærið og held fast “ég læt það ekki frá mér auðveldlega, það skal sko ver honum dýrt”

“Komstu með það” segjir dimm rödd úr dyragætinni, augun hans renna af mér og á gítarinn “synd að eyðileggja einhvað svona fallegt, hlítur að hafa verið dýr” augun renna aftur á mig og ég fæ ískaldan hroll, veit að hann gæti og mundi myrða mig á sekóntunni ef ég færi ekki varlega.
“Skiptir ekki máli” segji ég og drep rettuna “peningana”