Brostinn rómur.

Maður gengur einn eftir dimmri götu í úthverfi vestur Birmingham, Englandi.
Það sést svo lítið sem ekkert á þessari götu sem hann gengur á,
Og eina hljóðið sem heyrist er sönglið í honum sjálfum.
Ég fylgist með honum úr fjarlægð og hugsa til baka þegar öll fjölskyldan var saman,
Ég veit fyrir víst að fyrir 2 árum dó konan hans og krabbameini og stuttu eftir það
Flutti hann til England útfrá atvinnutilboði sem honum bauðst.
Þetta veit ég fyrir víst því að ég er sonur hans,
Ég veit einnig að hann hefur eflaust drukkið fyrir alla peningana sem hann hefur unnið sér inn í gegnum vikuna, aftur.
Hann kemur inn rásandi, sönglandi eithvað útí loftið, svo kallar hann á mig “Daníel”.
Ég þori ekki að svara, enda hef ég svo sem engann áhuga á því að tala við hann drukkinn.
Hann kallar aftur ákafar og hærra “Daníel!”.
Ég geng fram úr herberginu mínu og spyr hann hvort hann hafi verið að kalla.
Hann lýtur í andlitið á mér og ég spyr hann hvort eithvað sé eftir af peningnum.
Hann rumskar eithvað óskýrt en svo finn ég handarbakið á honum slást í vangann á mér, ég fell í gólfið og á meðan heyri ég orðin “ ekki skipta mér af mínum málum”.
Hann snýr sér við og gengur útum dyrnar.




Ég veit ekki hvort ég ætti að halda áfram með þessa, ég læt það bara ráðast á því hvernig fólki lýst á þetta.
“Take A Look To The Sky Just Before You Die…It´s The Last Time You Will.”-For Whom The Bell Tolls.