Vona að þið nennið að lesa þetta til enda;

-Góða nótt mamma! Góða nótt pabbi! Öskar hún rétt áður en hún lokar dyrunum að herberginu. Litla tíkin hennar, Bella lá þar og beið eftir henni, hún var hvít með síðann silkimjúkann feld og slaufu á hausnum.
Hún lagðist upp í rúmið og undir sængina, það var kolvitlaust veður úti og runnarnir sem höfðu ekki verið klipptir í langann tíma slógu greinum sínum á gluggann. Fljótlega heyrðust hroturnar í Bellu sem voru lágar og stuttar. Hún strauk blíðlega yfir hausinn á henni, við það vaknaði hún og settist upp. Óhugnalegt hljóð heyrðist undan rúminu hennar, Bella ýlfraði lágt og stökk úr rúminu. Stelpan reis upp úr rúminu og ætlar að standa á fætur til að opna hurðina svo Bella kæmist út, en þá er hún ekki þar. Hún kíkjir undir rúmið, Bella er þar í horninu skjálfandi eins og hrísla, stelpan fer úr rúminu og teygir sig undir það. Þá hrynur gólfið svo það myndast hola og tvær náfölar hendur toga í hana og ofan í holuna og grípur hundinn með sér í leiðinni.
Frammi í stofunni er afgangurinn af fjölskyldunni að horfa á mynd, mamman, pabbinn og hjátrúafulla stóra systirin sem gengur alltaf með ‘’töfrasprota’’ á sér sem hún bjó til og gekk í síðri skikkju sem hún saumaði sjálf. Pabbinn var ekki með hugann við myndina því hann var að laga útvarpið, mamman var að sauma og leit af og til upp en systirin horfði á hana með brennandi áhuga, þau líta öll til vinstri til herbergi stelpunnar þegar hátt öskur heyrist, foreldrarnir fara aftur að vinna en systirin stekkur á fætur. Hún var viss um að einhvað hafði komið fyrir systur sína, hún tekur fram sprotann og veltir fyrir sér hvort hann myndi virka núna, rífur upp hurðina á herberginu og sér þar systur sína liggja á gólfinu, náföla. Hún stekkur í áttina að litlu systur sinni og krýpur við hana og athugar hvað gerðist, á hálsinum voru tvö göt eins og hún hafi verið bitin. Systirin skoðar þetta betur og sér að það eru fleiri svona göt, hún tekur upp sprotann og veifar honum fyrir framan hálsinn. Ekkert gerist.
Hún bölvar sprotanum í sand og ösku og fleygir honum frá sér og litast um eftir hundinum. Bölvaður hundurinn hefur örugglega bitið hana.
Hún lítur undir rúmið og sér að þar liggur hundurinn, hvítur feldurinn var orðinn bleikur af blóði og blóðpollur hafði myndast undir honum. Þetta var greinlega ekki hundurinn sem hafði drepið hana. Hún stendur á fætur og dustar af skikkjunni og fer fram.
-Súsanna var bitin af vampíru. Segir hún, mamman lítur upp skilningssljó en pabbinn lyftir bara brúnum án þess að líta upp. Döh! Súsanna var bitin af vampíru! Eruð þið snarklikk? Komið og sjáið!
-Klara… segir mamman og andvarpar, við erum komin með nóg af þessu bulli þínu, farðu að sofa!
Klara stappar einum fætinum niður í pirringi og fer aftur inn í herbergið hennar Súsönnu, þau voru svo heimsk! Hún steig á sprotann sinn þegar hún kom inn og tók hann upp, hún skoðaði hann vel, gangslausa drasl! Hvað hafði hún gert vitlaust? Hún hafði farið eftir öllum leiðbeiningum. Hún lítur af sprotanum og tekur eftir því að systir hennar er ekki lengur þar.
Fjárinn sjálfur! Þeir hafa tekið hana. Hún lítur undir rúmið til að vera viss, tíkin er þar enn í blóðpolli sínum sem var alveg að fara að renna undan rúminu, hurðinni var skellt fyrir aftan hana, hún lítur snöggt við, ógeðslegur, náfölur, sköllóttur maður stendur þar glottandi með systur hennar í fanginu. Reiðin sauð innra með Klöru, ansans! Hann aftur.

Ég veit ekki með framhald, fer bara eftir ykkar skoðunum…