Það brakaði undir skónum og það hljómaði eins og falskur köttur að hvæsa á fugl sem er að búa til hreiður í grenitréi. Hrafn var ekkert of gefinn fyrir þetta hljóð, en það truflaði hann ekki neitt, svo hann hélt áfram að ganga úr skólanum, greiðum skrefum. Hrafn var djúpt sokkinn í hugsanir sýnar, veltandi fyrir sér afhverju hitt og þetta gerðist.
Þegar Hrafn var kominn að sýnum heimahúsum opnaði hann hurðina og kastaði af sér þungri töskunni og klæddi sig úr úlpunni og henti vettlingunum á ofninn. Hrafn hafði ekki tekið eftir því þegar hann kom inn, og reyndar ekki ennþá að eitthvað var öðruvísi heima hjá honum.
En þegar hann gengur inn í herbergið sitt, djúpt sokkin í hugarheim sinn bregður honum þegar djúp rödd talar við hann, djúp rám rödd sem virtist hafa írskan hreim. Hrafn lítur þá upp og sér lítinn,þybbinn og rauðhærðan búálf standandi á miðju gólfinu í herberginu.
Hrafn horfir á búálfinn í nokkra stund, eins og til í að velta fyrir sér hvort vinir hans hafi nokkuð verið að grínast með það að hann væri geðveikur. Eftir nokkra íhugun komst Hrafn að niðurstöðu um að álfurinn hlyti að vera raunverulegur. Hann leit niður á álfinn og spurði hann hví hann væri hér kominn í herbergið hans.
Álfurinn ansaði að hann hefði mikilvægt verk að vinna, þyrfti að sýna Hrafn ýmsa hluti, hluti sem flestir mundu ekki einu sinni trúa að væru til. Hrafn velti tilboðinu fyrir sér, væri hann tilbúinn að treysta honum. En þar sem Hrafn er ekki tortrygginn á fólk ákvað hann að álfinum væri vel treystanlegt. Álfurinn bendir honum á að hann þurfti að fara í gegnum nærfataskúffuna hans til þess að komast þangað sem þeir þurftu að fara.
Hrafn og búálfurinn stinga sér í nærfataskúffuna og Hrafn býst við að brjóta hana en í staðinn er eins og hann falli í gegnum göng, honum líður rétt eins og hann sé að minnka, og sér staði renna framhjá í móðu, staði sem gæti verið gaman að heimsækja. Hrafni fannst þetta svo furðulegt, að hann velti fyrir sér hvort það hefði óvart verið ólögleg eiturlyf í matnum hans í skólanum,það vantaði bara kókaín tónlist sem bakgrunnstónlist og þá væri hann komin í “reif partí” eins og vinur hans orðaði það. En skyndlega, eiginlega mjög skyndilega stoppaði þessi tilfinning og í staðinn fann Hrafn fyrir þessari óyndislegu beinbrotstilfinningu um allan líkamann, svona eins og þú lendir á stétt eftir að hafa stukkið af þaki á hárri byggingu, sem var nokkurnveginn það sem gerðist fyrir hann nema það var nærfataskúffann hans sem hann “stökk” af en ekki þak á hárri byggingu.
——————————–
Já, þið fáið ekki framhaldið!