Hún tók bolta af litlu skrifborði í horninu og spurði hvort ég nennti út. Ég játaði því og við gengum út, við fórum í boltaleik, þá fann Eina sniðuga leið til að brjóta reglurnar og græða vel á því um leið. Ég varð pirruð og skammaðist í henni, þá fór hún inn, erfitt að vingast við hana í bili.

Tveir dagar liðu og fimmta daginn hringdi hún í mig og sagðist vilja hitta mig fyrir utan húsið hennar. Ég kom og þar var hún með þrjá litla krakka, tvíbura sem voru um þriggja ára og pínulítið barn í kerru.
,,Ég á að passa’’ sagði hún upp úr þurru ,,ég nenni ekki vera ein’’
,,Ég skal vera með þér’’ sagði ég ,,Eina’’
Eina brosti glaðlega.
,,Inna, við þurfum að fara heim’’ sagði einn tvíburinn
,,Afhverju?’’ svarar hún
,,Ég þarf á klóið’’
,,Haltu í þér, við ætlum í göngutúr’’
Við gengum af stað, í gegnum skóg þar sem vatnið lak ofan á okkur af trjánum því það hafði rignt í gær. Annar tvíburinn byrjar þá að iða.
,,Inna, nú er málið slæmt’’ segir hinn tvíburinn
,,Afhverju?’’ svarar Eina
,,Geiri pissaði á sig’’
Ég þurfti að leggja mikið á mig til að hlæja ekki, Eina leit á mig, henni var fúlasta alvara.
,,Hann á bara tvennar buxur og hann er nýbúinn að rífa hinar’’ segir hún
Við snerum við í skyndi og hlupum af stað, Geiri grenjaði en ég heyrði ekkert í systur hans. Þegar við komum að húsinu þeirra hlupum við inn og fljótlega sat Geiri á nærbuxunum, hágrenjandi í illa lyktandi skýi.
,,Ónei, hvar er Elfa?’’ segir Eina
,,Hún sagði að hún ætlaði að bíða eftir okkur’’ svarar Geiri
Eina bankar laust í hausinn á sér.
,,Nenniru að sækja hana, Salka?’’ spyr hún, ég kinka kolli og stekk af stað, inn í skóg. Ég leita að Elfu, en finn hana hvergi. Áhyggjurnar eru virkilega farnar að stinga mig eftir hálftíma, hvað á ég að segja Einu?
Þegar ég kem að húsinu hennar banka ég fast á hurðina, ekkert svar, ég reyni aftur og aftur en enginn svarar, ég prófa í síðasta skiptið, þá kemur Eina til dyra.
,,Í alvöru talað, ég sagði kom inn! Þú gast alveg….’’ Eina stoppar í miðri setningu ,,hvar er Elfa?’’