Finnst þér ekki skrítið hversu vel veður getur lýst tilfinningum fólks.
Ég vaknaði, hálfskýjað og hiti rétt yfir frostmark. Ég fór frammúr, klæddi mig, borðaði og gekk út, byrjað að birta til og hitinn kominn í fjórar gráður. Þegar ég var að opna garðshliðið rifjaðist það upp fyrir mér að ég átti að vera rúmliggjandi, skýin söfnuðust öll saman fyrir sólinni.
Ég opnaði samt hliðið og byrjaði að ráfa stefnulaust um bæinn. Á meðan þykknuðu skýin eins og til að passa við hugsanir mínar, ég er veik.
Ég hafði farið í þessa árlegu rannsókn í fyrsta sinn, datt ekki í hug að eitthvað kæmi út úr þessu. Það fylgdu fleiri rannsóknir og að lokum niðurstaðan, illkynja æxli, brjósta krabbi sem var búinn að dreifa úr sér og var mjög líklega kominn í beinin. Geislar, lyf og aðgerðir. Ekkert gekk. Ég var dauðvona og átti bara að nota seinustu mánuðina í það að kveðja.
Þennan desember morgun var ég nógu hress til að fara út í fyrsta sinn í hálft ár. Ég vissi ekki almennilega hvert ég vara að fara. Eftir að hafa gengið í nokkra klukkutíma stóð ég fyrir framan blokk sem ég hafði búið í sem krakki. Ég hafði frétt að það ætti að byggja á lóðinni. Það var byrjað að rífa blokkina og þess vegna vantaði alveg vegginn á eina hliðina. Ég klöngraðist yfir stóra klumpa sem einu sinni höfðu myndað útvegg blokkarinnar þar til ég komst að stiganum sem ég gekk eins hátt og hægt var, sjöunda hæð. Ég færði mig nær stóra gatinu þar sem veggurinn hafði verið, alla leiða út á enda og leit niður. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Það var þetta eða sjúkdómurinn.