Hún stóð þarna, sakleysisleg með ljósa hárið sitt greitt í tíkó, í rauða skólabúningnum með bækurnar þétt upp við sig. Hann var viðbúinn að stríða henni og stökk af stað til að hrinda bókunum úr örmum hennar á gólfið, hún var viðbúin og færði sig og fellti hann með fætinum.
,,Vogaðu þér ekki að gera þetta aftur!’’ Sagði hún og steytti hnefanum að honum, hann ýlfraði lágt en hún steig bara á hann með hægri fætinum og og leit á mig ,,hvað er málið með þig, gleraugnaglámur?’’
Ég geng ekki með gleraugu, og hef aldrei þurft þess, ég svaraði henni bara blíðlega til að eiga möguleika á vinkonuskap. ,,þetta hefur enginn gert áður, það verða örugglega allir ánægðir með…’’ hún greip fram í fyrir mér.
,,Skiptu þér ekki af mínum málum’’ hvæsti hún, sparkaði lauslega í stríðnispúkann og strunsaði burt. Þetta var þegar við hittumst fyrst, ég sá engan möguleika á vinkonuskap, en, allt getur gerst.

Daginn eftir kom hún bara í gallabuxum og hettupeysu, hárið hennar var samt vel greitt í tagl. Ég hljóp að henni.
,,Afhverju ertu ekki í skólabúningnum?’’ spyr ég
,,Ég lenti í slag við vini gaursins síðan í gær’’ sagði hún kæruleysislega ,,búningurinn var skítugur svo má ég ekki ganga í þessu? Og sagði ég þér ekki að hætta þér að skipta þér af mér?’’
Ég svaraði ekki, ég var of upptekin við að stara, allir gengu í skólabúningnum, meira að segja mestu hrekkjusvínin.
‘’Gengið’’ kom á móti okkur niður ganginn, þeir urðu hræddir við að sjá hana og tóku stórann sveig framhjá henni, einn var með útklórað andlit og annar með sprungna vör.
,,Hvað gerðirðu þeim?’’ spurði ég með galopin augun, margt hafði breyst á einum degi, bara frá því hún byrjaði. Hún yppti bara öxlum, við vorum úti, það voru frímínútur.
,,Hálfvitunum?’’ spurði hún ,,ekkert merkilegt, bara það sama og við alla sem reyna einhvað svona’’
,,Ertu ekki hrædd um að einhver skammi þig fyrir að vera ekki í búningnum?’’ spurði ég, ég fékk aldrei svar, hún horfði bara á mig, hlutlausum svip og gekk svo inn.

Þriðja daginn var frí í skólanum, það var laugardagur, ég spurði eftir henni. Hún kom til dyra, hún var klædd í gallapils, hnésokka og hlírabol.
,,Hæ!’’ sagði hún glaðlega, gjörbreytt, þar til önnur stelpa kom í dyrnar, hún var í svörtum buxum og hettupeysu.
,,Hvað viltu?’’ sagði sú síðarnefnda ,,burt með þig Anna’’ sagði hún við glaðlegu stelpuna.
,,Hver er hún?’’ spurði ég og benti á Önnu.
,,Þetta er tvíburasystir mín, hún fór í einkaskóla, mamma vildi það, hún sagði að ég þyrfti að læra að umgangast fólk’’
,,Hérna, hvað heitirðu?’’ spurði ég, mér sjálfri til furðu, hún hvessti augun á mig.
,,Hvað heitir þú sjálf?’’ var svarið sem ég fékk.
,,Salka’’ svaraði ég
,,Ókei, ég heiti Karen, einhvernveginn fékk ég nafnið Eina, þú ræður hvort þú kallar mig’’ sagði hún, Eina, engin furða að hún var kölluð það, hún vildi greinilega vera ein.
,,Má ég koma inn?’’ spurði ég
,,Jájá’’ svaraði hún og opnaði dyrnar meira og hleypti mér inn, ég gekk inn í þröngt andyri, samkvæmt öllum þessum skó átti hún að minsta kosti fimm systkini.

Þetta var bara upphafið á góðum vinskap okkar, ég vona að hann vari að eilífu.

….bara segja ykkar skoðun, vera hreinskilin, ég hef gott af neikvæðni, en ég er að verða búinn með annan kaflann, ef þið hafið áhuga, ef engin kommentar set ég hann ekkert inn.