Grýla staulast úr hellinum
og er hún svöng
hún glottir og er mjög ófrýnileg að sjá

þrammar í bæinn
því hún frétti um óþekk börn

klukkan er fjögur að nóttu til
er hún kemur að einu húsi
allir sofa og barnið líka

Grýla læðist inn,
grípur í litla strákinn
og treður í sekkinn

á sömu götu átti annar óþægur strákur heima
og bjó hann einsamall í skúr

Grýla stingur honum inn í sekkinn
og heldur hún aftur til hellis síns

Hana hlakkar til að gæða sér á þessum börnum
jólasveinarnir voru líka svangir

Grýla hendir strákunum inn í búr og læsir

jólasveinarnir hlægja, benda og gera gys að strákgreyjunum
og finnst jólasveinunum hlægilegastur annar strákurinn sem er svo lítill og aumingjalegur

hann fer að gráta, hinn strákurinn þykist ekkert vera hræddur því að hann er svo stór og sterkur en þegar Grýla kemur aftur og tilkynnir að suðan er komin upp í pottinum og tímabært sé að skella börnunum í stirðnar hann alveg upp

,,Ég lofa að stríða henni aldrei aftur. Gerðu það! Leyfðu mér að fara," segir hann kjökrandi. Aumingjalegi strákurinn játar líka syndir sínar en Grýla hendir þeim samt í pottinn.

Endi