Áður en ég læt lélega sögu út úr mér vil ég bara segja að ég er að testa hvort ég sé góður í þessu eða ekki.

Einu sinni árið 1494 á Íslandi voru yfirnáttúrulegar verur til eins og draugar, álfar, tröll og huldufólk. En það sama gilti þá og núna enginn trúði svona vitleysu en ein af þeim fáu sem gerðu það var Sigga gamla. Hrafn og Sigga biðu bæði eftir dauðanum í bóndabænum sínum úti á landi. Bæði voru þau yfir 80 ára gömul. Vel fór á með þeim hjónum en eitt kvöld þegar þau voru að borða við matarborðið brotnar rúða. Hrafn segir “djöfull er vindurinn harður” í byrstum tón. Á meðan segir Sigga “það kom enginn vindur þessu rúðubroti við þetta voru álfarnir úr klettunum”. Jón sem finnst allt af þessu tagi alger vitleysa segir “Sigga mín það er eins og þú ætlir aldrei að hætta að trúa á þetta bull”. “Bull eða ekki bull” segir Sigga. “Okey eigum við að koma í göngutúr út á kletta og vita hvort við sjáum einhverja álfa”. “Ef þú endilega vilt” segir Sigga. Þau gera sig bæði ferðbúinn og leggja loks af stað. En það eina sem vitað er með vissu um þessa ferð er að Jón og Siggu hafa ekki fundist síðan og engin ummerki um morð eru í klettunum.

kveðja ari218