Þetta er saga sem ég skrifaði í 8.bekk og var bara að líta á núna.
Ég veit að hún er frekar stutt, en í íslensku áttum við bara að skrifa eina bls. í stílabók.
Njótið heil:

Hvers virði er góður vinur? Ég vissi það ekki. Samt átti ég góðan vin, ef ekki betri en aðrir.
Hrefna var aðeins einum mánuði eldri en ég. Ég átti afmæli í janúar, hún í desember.
Þegar Mjámjá dó þá var það hún sem huggaði mig.
Ég sat bara og starði út um gluggann þegar hún kom í heimsókn.
,,Lífið heldur áfram þótt Mjámjá sé farin.” sagði hún og brosti.
Ég vissi að henni hafði þótt jafnvænt um Mjámjá og mér.
,,Ég er alveg viss um að Mjámjá myndi vilja að þú lifðir lífinu áfram, eins og það var áður en hún dó.”
Ég gerði það sem hún bað um.
Ég hélt áfram að lifa lífinu, jafnvel þótt Mjámjá, kötturinn sem ég hafði alltaf átt, væri dáin.
Það var Hrefnu að þakka að ég var ekki lögð í einelti í skólanum, þótt ég hafi aldrei tekið eftir því.
Og ef hún hefði ekki verið til staðar þá hefði ég ekki náð samræmdu prófunum.

Fyrsta dag ágústmánaðar frétti ég að hún væri að flytja til Reykjavíkur.
Þegar að brottfarardeginum kom kvöddum við hvora aðra með tárin í augunum.
Litla systir mín hágrét, enda var Hrefna eins og önnur mamma hennar.
Við veifuðum á eftir bílnum þar til að hann hvarf úr augsýn.
Þegar hann var horfinn tók ég litlu systur mína og gekk heim.

Daginn eftir frétti ég það. Hrefna hafði lent í bílslysi.
Það sortnaði fyrir augunum á mér og ég settist niður.
,,Nei, það getur ekki verið.” hvíslaði ég.
Tárin láku niður andlitið en ég gerði ekkert til að stoppa þau.
Nokkrum dögum seinna sat ég við gluggann, alveg eins og þegar Mjámjá dó.
En í þetta skiptið kom engin Hrefna til að hugga mig.
Hún var farin, að eilífu farin.
Það var fyrst þá sem ég skildi hvers virði góður vinur er.
Góður vinur er miklu meira virði en jafnvel allt ríkidæmi heimsins.
Hann er alltaf til staðar fyrir þig og svíkur þig aldrei.
Ég átti góðan vin. En nú er hann farinn.
Nothing will come from nothing, you know what they say!