Þessi saga fjallar um þrjá,vini þau Óla,Jón (Tarzan) og Möggu. Sagan byrjar þannig að Óli og Magga eru úti á bryggju að reyna að veiða Marhnúta sem þau reyndu svo að selja kaupmanninum. Það var búið að vera gott veður allt sumarið en það var byrjað að rigna. Sjónvarpið var í fríi og krakkarnir voru úti alla daga,langt fram á kvöld. Þau voru óaðskiljanleg. Einn daginn fóru þau niður á tjörn. Það var engin við hjá hernum þar sem þau höfðu áður fengið kex og kakó og því héldu þau áfram upp suðurgötuna. Óli dró seðil uppúr vasanum og sagðist bjóða uppá hressingu svo þau ákváðu að hlaupa yfir í Björnsbakarí. Óli dróst aðeins aftur úr. Hin tvö voru rétt kominn yfir götuna þegar þau heyrðu ískur koma,dynk og brothljóð.
Óli hafði orðið fyrir bíl og var mikið slasaður. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lá hreyfingarlaus í rúmi með alskyns slöngur út úr líkamanum. Það sem eftir var sumarsins léku Magga og Jón sér í sumarblíðuni og lásu ævintýrabækur. Þau voru orðin kaffibrún eftir rjómablíðu sumarsins. En Óli lék ekki við vini sína aftur. Þau söknuðu hans og minntust hans enn mörgum árum seinna. Bæði skýrðu þau strákana sína í höfuð æskuvinar síns.