Þetta er frumraun mín í skriftum svo endilega bendið mér á villur og hjálpið mér aðeins.

________________________________________________________________

Mín frábæra saga byrjar þegar ég vakna á Súfistanum eftir að ég sofnaði við morgunblaðið og Mokka Latte á köldum þriðjudagsmorgni í febrúar.


Febrúar hefur alltaf og mun alltaf vera tyggjóið undir nýju spariskónum eða rispan á uppáhalds vínylplötunni og eyðileggur uppáhalds lagið þitt, þetta var mánuðurinn þar sem allir áttuðu sig á því að nú byrjar veruleikinn eftir nýárs sjammið sem endaði heila mánuðinn.
Blóðhlaupin augun reyna að halda sér opnum eftir skemmtun gærkvöldsins, það góða við að vera atvinnulaus er að maður þarf ekki að óttast hvort maður vakni á réttum tíma þegar maður kemur heim í kjallaraíbúðina sína klukkan fimm á morgnana.
Ég stundaði listnám þegar ég var ungur og hafði alltaf mikinn áhuga á teiknimyndasögum enn ég las þær ekki, ég horfði bara á teikningarnar og datt inn í þennann frábæra heim ofurmanna og talandi dýra sem spúa út úr sér kaldhæðnum “pöntslænum”.
Enn snúum aftur að nútímanum, ég sit á súfistanum og kaffið er orðið kalt er að ég bíð eftir Tortímandanum, tortímandinn heytir í raun Ívar enn er kallaður tortímandinn útaf þessari massívu eftirhermu sem hann getur gert af Arnold Swartsenegger í Terminator myndonum, ég hitti tortímandann á öðru ári í menntaskóla í list og menningartíma, ég sat fremst enn hann sat aftast ég man enn eftir útliti hans þegar ég sá hann fyrst, grindhoraður í röngum gallabuxum, skítugum bol sem sportaði mynd af honum Iggy Pop, loðkápu og var með gömul gleraugu með þykkum umgjörðum ha ha hann leit út eins og Buddy Holly.
Enn hann sagði mér að hitta sig á súfistanum klukkan tíu um morguninn til að sýna mér einhverja uppfinningu eða listaverk sem hann gerði ég náði því ekki alveg í símanum enda talar hann frekar hratt í símanum ví að hann heldur því fram að allir símar okkar landsmanna séu hleraðir af CIA mönnum í ameríku, enn ég er mættur einhverjum mínútum fyrir tíu til að geta lesið aðeins blöðin enn ég gat ekki haldið mér vakandi.
Tortímandinn var alltaf seinn enn ég var orðinn frekar hræddur um hann þegar hann var ekki kominn klukkan korter í tólf, ég myndi hringja í hann enn það er frekar erfitt því að hann notar einnig tíkallasíma, enn þegar ég ætlaði að koma mér heim að sofa þá kom hann loksins sveittur og másandi upp stigann og leit aðeins í kring um sig og kom loksins auga á mig og kallaði “Hey! þarna ertu” og settist hjá mér og kallaði á afgreiðslukonuna “Sigga! stórann bolla af svörtu” hann drakk ekki mjólk né snerti við mjólkurvörum enn þegar maður spurði hann afhverju þá lét hann eins og hann hafi ekki heyrt í manni og hélt áfram að blaðra út í loftið um geimskip eða Leanardo DaVinci.
Enn loksins var hann kominn og ég spurði hann loksins út í hvað hann ætlaði að sýna mér, hann sagði mér að bíða rólega og klára kaffið mitt, afgreiðslukonan kom loksins með kafibollann hans, hann entist ekki nema nokkrar sekúndur er að hann andaði kaffinu bókstaflega inn, hann loksins kom út úr sér ástæðunni afhverju hann dróg mig niður í bæ eldsnemma morguns hann tók upp skjalatöskuna sína og opnaði hana, sneri henni að mér og.

Þetta var einn ótrúlegasti hlutur sem ég hef séð..

________________________________________________________________

Það eru örruglega einhverjar stafsetningarvillur þarna í taxtanum og endirinn er ekkert frábær enn ég fékk smá ritstíflu.