Mig langar til þess að byrja að skrifa sögur fyrir börn, mér datt í hug að búa til persónu sem að höfðaði frekar til barna á aldrinum 2-6,7

Og ég var að hugsa, þegar að þú ert c.a. 3 ára hvað myndi helst höfða til þín? þá datt mér Bússi í hug. Bússi er lítill kanínustrákur sem að er lítill og loðinn og er alltaf í bláum smekkbuxum með gulri bót á hnénu. Þegar að Bússi þarf að vera fínn þarf hann að vera með lítinn stráhatt sem að honum líkar ekkert mjög vel við. Bússi elskar að vera skítugur en sögurnar eru einskonar dæmi sögur þar sem að Bússi þarf að læra að fara í bað og hann þarf að ´læra að borða gulræturnar sínar og læra að deila dótinu sínu og þess háttar.

Og nú lesandi góður, spyr ég þig, myndir þú lesa um Bússa fyrir barnið þitt? og ef ekki hvað mé ég bæta ?
Love is a game that two can play and both win by loosing their heart.. <3