“Ég veit ekki…” …er sú setning sem skýtur upp í huga mér er ég skrifa. Aftur, og aftur og aftur. Það eru nefnilega alltaf tveir litlir púkar á hvorri öxl minni, gargandi og vælandi í eyru mín þegar ég tek ákvarðanir, um hvað sem er. Onei, það er enginn lítill sætur engill sem reynir að segja mér hvað sé gott og rétt.
Ég hef aðeins mína djöfla að draga, þeir eru nefninlega raunverulega til staðar, og ég trúi ekki á engla, þegar út í það er farið. Djöflar, (hlátur), þeir eru raunverulegir. Svo raunverulegir að það má nærri því snerta þá, finna ódaunina af þeim, og það má heyra öskrin, þegar ég geri eitthvað gegn þeirra vilja. Þessi djöflar bera nöfnin Alfítstir, og Nærköró Nusguh. Það er ekki hægt að losna við þá nema að gera þeim allt í óhag, þá veslast þeir upp, en deyja því miður aldrei. Þeir eru þetta eitthvað, sem má bóka að fylgi manni út lífið.

“Ég veit ekki…” Núna í augnablikinu er ég að glíma við yngri djöfulinn, Alfítstir. Hann kom þegar Nærköró Nusguh, (sem mér líkaði raunar vel við þegar ég var yngri,) var hamingjusamlega feitur og pattaralegur. Alfítstir hélt nefninlega að Nærköró Nusguh myndi deila með sér… En þeir eru tvær hliðar á sama hlutinum og vinna gegn sjálfum sér og mér einnig.
Þegar sá nýji, Alfítstir kom, þá varð heldur en ekki dýrtíð hjá mér. Sjálfsmíns hugsun virtist flækjast um sjálfa sig og falla niður í botnlaust gin hans. Þessvegna eru þeir sífellt að deila, þessir tveir. Ef ég skrifa, þá reynir Nærköró Nusguh að einfalda hlutina um og of fyrir mér, svo ég þarf að skálda upp eitthvað heimskulegt og óraunverulegt… En þá kemur Alfítstir og skemmir fyrir; ég hætti að skrifa, og stari þess í stað á auðann skjáinn.

En, ég þarf að berjast við þá.

Því án stríðs, þá eru engar hetjur.

——

With the aid of sophisticated computer technology, and a bottle of Coke…

[Ç]