Kafli III

Lars kom inn í herbergið með lukt í annari hendi og vakti okkur öll hann sagði að við þyrftum að fara að leggja af stað. Ég reis á fætur og leitaði að fötunum mínum og sá síðan að þau lágu út í horni. Ég klæddi mig í þau og greip svo riffilinn minn og vafði klút utan um hlaupið svo að ég myndi ekki festa fingur mína við kalt járnið ef það yrði frost. Lars kallaði á okkur og við fórum inn í herbergið sem vopnin voru í. Hann rétti mér tvær handsprengjur og Ion líka. Hann færði sig fram fyrir hópinn og sagði “Ion og Nikolai þið farið með Josef og sækið að herstöð Haussers úr austri Miklos fer með ykkur inn í stöðinna og kemur fyrir sprengjunum. Clara þú ferð í dulargervi óbreyts hermanns og reynir að “villa um fyrir” foringja stöðvarinnar. Mikael og Vatutin þið farið og reyniða að eyðileggja sem flesta skridreka. Katukov og Popel þið farið með Dimitri og haldið uppi verndarskothríð fyrir Ion, Nikolai og Josef.
Ég og Ion gengum út og biðum eftir Josef. Ion óskaði mér góðs gengis. Loks kom Josef út í hvítum kuldaklæðum, riffilinn hans var með kíki og magasínið hélt 6 skotum. Við hlupum í áttina að herstöð Haussers. Við hlupum og hlupum í gegnum þykann snjóinn og loksins vorum við komnir að stöðinni. Við stopuðum 200 metra frá stöðinni og lögðumst niður. Josef sagði að hann yrði eftir og hann myndi verja okkur fyrir óvæntum árásum. Ég, Ion og Miklos stóðum síðan upp og gengum að stöðinni. Tveir verðir voru við alla innganga. Við gengum hljóðlaust að vírgirðingunni þar sem minnst myndi sjást í okkur. Ion dróg upp vírklippur og klippti hæfilega stórt gat á girðinguna. Ég fór fyrstur í gegn og síðan Miklos og síðastur kom Ion. Við snérum baki að veggnum sem við vorum upp við og kíktum fyrir hornið. Fjórir verðir gengu fram og aftur fyrir framan húsið. Rétt hjá voru olíutankar sem voru skotmörk okkar. Við þurftum að koma Miklos að þeim og gefum honum skjól til að koma hleðslunum fyrir. Við ákváðum að reyna að drepa verðinna hljóðlega og á meðan myndi Miklos koma hleðslunum fyrir. Ég og Ion hlupum fyrir hornið og komum aftan að vörðunum. Við drápum tvo þeirra auðveldlega með því að skera þá á háls og útundan okkur sáum við Mikael og Vatutin vera eyðileggja skriðdrekana. Clara var farinn inn með foringjanum og var líklega búinn að skera hann á háls. Hinir tveir verðirnir snéru sér snögglega við og öskruðu á okkur að leggja niður vopnin. Skyndilega heyrðist hár hvellur í fjarska og annar vörðurinn lá dauður og skömmu síðar datt hinn dauður til jarðar. Josef stóð fyrir sínu. Við flýtum okkur að draga líkinn á bak við hús og rétt í því þegar við tókum síðast líkið komu fleiri verðir hlaupandi út úr húsi beint á móti okkur. Við skutum að þeim og feldum tvo en þeir voru brátt allir dauðir og við sáum að Dimitri, Katukov og Popel voru búnir að koma sér fyrir. Miklos kom hlaupandi og sagði að hleðslurnar væru á sínum stað og að klukkan tifaði. Við hlupum út að gatinu og stukkum í gegn og hlupum síðan eins og fætur toguðu í átt að felustaðnum. Brátt sáum við að stöðinn springa í loft upp og eldtungurnar gleyptu allt sem var í kring.