Já það er ekki hægt að segja að vera kalkúnn sé auðvelt líf… allir þessir reikningar sem þeir þurfa að borga og ég tala nú ekki um nöldrið um jólin, eða þá öllu heldur ætla ég ekki að byrja á eplasósunni sem er svo víðfræg í kalkúnabænum.


En það var nú hinsvegar einu sinni til alveg stórmerkilegur kalkúnn sem var kallaður Sigtryggur. Sigtryggur ólst upp í stórum bæ sem kallaðist Fiðurfé og allir þeir sem áttu heima í þessum bæ voru mjög vel efnaðir. Sigtryggur var með mjög sterkan persónuleika sem var harður eins og skel að utan en mjúkur eins og heitur banani að innan… enginn veit hvers vegna hann lét stundum eins og grasasni þegar hann átti að hegða sér eins og kalkúnn. Foreldrar hans voru vel efnuð hjón sem lifðu mjög hátt og tóku kannski ekkert alltof vel eftir hvað var í gangi í kringum litla kalkúnin Sigtrygg.


Faðir hans hét Friðleifur og móðir hans Sveinlaug, þau ráku fyrirtæki sem starfrækti sig í því að fólk fengi sem mest útúr hægðum sínum en hugmyndina fengu þau þegar þau voru í skíðaferðalagi á Rússlandi, en það var enginn snjór á þeim tíma sem þau fóru og ekkert klósett nálægt þannig að þau fóru að nýta sér hægðir sýnar á margvísilegan hátt. Lífið í bænum Fiðurfé var ansi hefðbundið en á sama tíma margbreytilegt.


Sigtryggur var mjög mikil útivera og átti til að vera úti að labba í hægðarúlpunni sinni og hægðarskónum sínum. Það var einn góðan veðurdag sem hann rakst á mannveru sem kallaði sig bónda. Þeir spjölluðu um allt og náðu mjög vel saman, þeir ákváðu að þeir skyldu hittast aftur á sama tíma daginn eftir. Þetta gerðu þeir í nokkrar vikur og náðu mjög vel saman, gátu talað um himin og geima. Dag einn spyr bóndinn sem var að nálgast sjötugsaldur hvort hann megi játa soldið fyrir honum, Sigtryggur segir já og býður í ofvænum eftir hverju hann ætli að segja. Bóndinn segir honum að hann sé farinn að laðast að honum kynferðislega, Sigtryggur lítur niður og svo aftur upp á bóndan og svarar… “Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki sömu tilfinningar” Við þessi orð féllust þeir í faðm og kysstust mjög innilega, þar var ekki aftursnúið… þeir höfðu eldheitar samfarir úti í náttúrunni þar til tunglið fór að endurspeglast í skallanum á bóndanum.


Þeir lágu kviknaktir á grasinu um tíma þar til Bóndinn reis upp og greip í exi og sagði við kalkúnin. “Friður leysist ekki með því banka á hurðir ókunnugra og stinga þá á hol með vasahníf… þess vegna verð ég að leggja hendur á plóg og vinna gegn þessu raðmorðinginn þinn!” Við þessi orð dundi högg á hálsi Sigtryggs… um kvöldið var hann síðan matreiddur… hvað kennir þetta okkur? Kennir okkur ekkert en dýrin ættu ekki að sofa hjá bændum!