Hér ligg ég dauðvona á Víflistaðaspítala og horfi út um gluggann. Það er snjór úti og ég veit að ég verð dáin áður en það hlánar og vorið kemur. Ég fæ aldrei að sjá annað sumar, finna lyktina af skærgrænu grasi eftir rigningu, heyra nýfædd lömb jarma í fyrsta sinn, fá mér kaffi með Einari frænda á Ysta Bóli og konunni hans Vilborgu. Ég er viss um að Vilborg myndi örugglega leggja það á sig að koma suður ef hún vissi hverning ástandi mínu væri háttað. En það er ill fært fyrir norðan og ég vill ekki vera byrgði, það eru líka eflaust nóg að gera hjá henni enda er hún nýorðin amma. Sú yngsta var nefnilega að eignast fallega stelpu. Ég vildi bara óska þess að ég fengi smá tíma í viðbót svo ég gæti haldið henni undir skírn eins og við höfðum talað um síðasta haust.
Ég á hinnsvegar enga að nema Sigurð bróðir en hann er útí Ameríku og við höfum ekki talað saman í fjölda ára og núna lítur það þanning út að við munum aldrei talast á aftur. Honum og pabba kom víst aldrei saman um neitt. Hver öðrum þrjóskari.
Ég vona að jarðaförin verði ekki of dýr. Ég vill nefnilega að sú litla fái þær örfáu krónur sem ég á svo hún geti komist til mennta.
Ég sé ekki eftir hlutum sem ég gerði, heldur hlutum sem ég gerði ekki.