þetta er saga sem ég bjó til í íslensku þegar ég var í 9 eða 10 bekk…


Úti í snjónum var lítil rjúpa sem hafði verið nýbúin að skipta um ham og verða brún(því rjúpur skipta jú um lit). Hún var blóðug um vængina og gogginn.
Nú skal ég segja ykkur hvernig það kom fyrir.

Það var í maí er lítil rjúpa var ennþá hvít en allt í kringum hana sást bara brún jörðin, grasið græna og fuglarnir sem flugu um loftin blá og nutu þess að vorið var komið.
Litla rjúpan vissi að ef hún yrði ekki fljótt brún myndi hún deyja eins og mamma hennar og pabbi. Svo hún ákvað að halda í ferð til fjalla til að vera þar þangað til hún yrði brún.
Hún byrjaði að fljúga en datt niður og lenti á runna og meiddi sig. Hún lá þar meðvitundalaus í langan tíma. Þegar hún vaknaði loksins flaug fyrir ofan hana þröstur. Hún kallaði með veikum rómi ,,Þröstur, þröstur, vildir þú nokkuð vera svo vænn og fljúga hingað niður og hjálpa mér? “ Þrösturinn flaug niður til að gá hvort hann gæti eitthvað hjálpað litlu rjúpunni. Þegar hann var kominn að henni sagði hún honum alla sólarsöguna. Allt frá því þegar hún var ekki orðin brún og til þessa tíma.
En nú heyrðist gelt í hundi og við það varð þrösturinn svo hræddur að hann flaug upp og skildi veslings litlu rjúpuna eftir. Litla rjúpan kallaði þá á eftir þrestinum: ,, Þér skal þetta að kenningu verða, því ekki endar lífið vel hjá þeim sem ekki hjálpa öðrum í nauðum.” Þetta heyrði þrösturinn en hélt samt áfram ótrauður, því hann hafði ekki þann kjark sem þurfti til þess að hjálpa litlu rjúpunni. Nokkrum andartökum seinna heyrðist að skotið var af byssu.
Aumingja litla rjúpan lá þarna í smátíma alein í runnanum. Hún var hrædd um að eitthvað, eða einhver kæmi að henni og myndi erfiða henni dauðann.
Rétt í þessu kom hrafn á hana auga og sá að þarna væri hinn fínasti biti í gogginn. Hann ákvað að fljúga niður og fá sér í gogginn af þessu hræi sem þarna lá. Þegar niður var komið sá hann að þarna lá ekki hræ heldur dauðvona rjúpa sem ennþá var hvít.
“Hvít?” Hugsaði hann með sér. “Rjúpur eru ekki hvítar á þessum tíma árs”. Rétt í þessu vaknaði litla rjúpan, litlu augun störðu á hrafninn, þar sem hann horfði á hana girndaraugum.
Litla rjúpan vissi að hrafnar ætu rjúpur, svo hún reis á fætur og goggaði í augun á hrafninum. Við þetta varð hann hræddur. Flaug í burtu og öskraði: ,,Þetta er skapill lítil rjúpa!
Þegar hrafninn var farinn missti hún meðvitund, henni leið samt vel, hún hafði hrakið óvininn burt.
Þegar hún vaknaði aftur nokkrum mínútum seinna var hún orðin brún. Hún var svo stolt af sjálfri sér. Hún hafði hrakið óvininn burt og var orðin brún. Við þessa hugsun sveif hún hamingjusöm í heim eilífu draumanna.
“If you can make a girl laugh, you can make her do anything.”-Marilyn Monroe