Ég stend einn í miðjunni á hringleikahúsi. Allt er dimmt í kringum mig en ég er lýstur upp. Ég sé ekkert en ég skynja samt nærveru annara manna. Ég held á hníf. Ég byrja að skera mig. Fagnaðarlæti brjótast út. Ég sker af mér hendina og hávaðinn verður ærandi. Þau elska mig. Ég sker af mér aðra löppina. Fagnaðarlætin aukast enn. Þau eru að fagna mér. Ég held áfram að skera af mér útlimina þar til að einungis er eftir af mér höfuð, öxl og hendi. Þau klappa í takt. Klapp klapp klapp. Ég veit hvað ég þarf að gera, ef ég geri það ekki hata þau mig. Ég verð að gera þetta. Verð að halda vinum mínum ánægðum. Ég sker hausinn af. þau hætta að klappa.
Takk fyrir vasann maður, hann er fallegur. Svo get ég geynt blóm í honum líka.