NEI

Hún stakk hausnum inn um dyrnar á herberginu hans. Hann lá á rúminu, löngu kominn á fætur, og fletti bók sem hann var greinilega niðursokkinn í.

Hún settist á rúmið, og hann leit upp. Það var skrítinn svipur á henni, eins og hún vissi eitthvað sem hann vissi ekki. Hún leit á hann án þess að segja orð, og þá fattaði hann það.

“Nei.” muldraði hann og sneri sér aftur að bókinni.

Hún stóð upp af rúminu og gekk að glugganum. Hún sneri baki í hann og horfði út; “Jú.” sagði hún öruggt.

Hann settist upp og horfði stíft á hana; “Nei!” sagði hann, “nei…”

Hún sneri sér hægt við og sá bræðina í augum hans. Hún ákvað að nýta sér það og sagði því hátt og ákveðið; “Jú, víst!”

“NEI!” öskraði hann hástöfum! “NEI, NEI, NEI, NEI!!!”, hann var eldrauður í framan og orðinn klökkur… “Nei.” snökti hann lágt…

Hún gekk upp að honum og tók í hönd hans vinalega. Hallaði sér að honum og hvíslaði í eyra hans; “Jú.”

“NEEEIIIII!!!” orgaði hann svo hátt að kötturinn hljóp út úr húsinu og nágrannarnir litu upp frá morgunverðinum undrandi á þessum látum í annars hljóðlátu hverfi.

Hún gekk hnarreist út úr herberginu, sigri hrósandi með glott á vör meðan tárin streymdu niður kinnar hans og hann tautaði áfram, “nei nei nei *sniff* nei”…

Þrátt fyrir kröftug mótmæli hafði hún einfaldlega haft betur, og innst inni vissi hann það. Hann vildi bara ekki trúa því. En það var satt, hún HAFÐI farið síðast út með ruslið og það var komið að honum. Það var reglan hvað sem tautar og raular.

Það getur verið erfitt að vera sjö ára.

:)




Maggisv.