Hún seig niður. Þarna sat hún, kannski í mínútu, kannski í klukkutíma, hún vissi ekki hve lengi.
Hún fól höfuðið í höndum sér, grét. Hún vissi að á morgun endurtæki sagan sig. Hún myndi vakna tárvot og sofna tárvot. Þetta ætti ekki eftir að breytast.
Hún gat sjálfri sér um kennt, þetta var víst lífið sem hún hafði valið.
Fjölskyldan viss ekkert, fengi aldrei að vita.
Á morgun myndi hún setja á sig sína venjulegu málingu og sitt gervi bros.
Hún sofnað þarna ein í dimmu stofunni, stofunni sem vakti up svo margar vondar minningar. Sofnaði krjúpandi, grátandi.
Vaknaði með verk í sínum auma skrokk eftir óþægilegan svefn.
Hann var sem betur fer ekki kominn heim.
Hún gekk fram á bað, málaði sig með sinni venjulegu málingu og fór í sitt fínasta dress. Síllinn skipti öllu.
Hún gekk út, læsti íbúðinni og setti upp sitt gervi bros.
Hún vissi hvernig dagurinn myndi enda.

Bætt við 3. desember 2006 - 13:58
Það átti að vera stíllinn skipti öllu, innsláttarvilla…:S
Numbing the pain for a while will make it worse when you finally feel it -Albus Dumbledore