Jólin eru svo skemmtilegur tími, ef til vill skemmtilegasti tími ársins að sumra mati. Jólabaksturinn, góður matur, gjafir og ískalt malt og appelsín setur jólaskapið á fullt og piparkökuilmur fyllir skilningarvitin. Að sitja inni í stofu og hengja upp jólaljós í gluggana með fjölskyldunni. Stilla á svotilbúna jólastöð í útvarpinu og syngja fullum hálsi með jólalögunum og hlusta á mögulega falskar raddir ættingja sinna og vina. Yndislegt hvað hægt er að slappa af, þegar jólafríið er byrjað. Þá er hægt að belgja sig út alveg af mat og konfekti. Allar fjölskyldur hafa svo sínar eigin venjur, hvort sem það er möndlugrauturinn, dansa í kringum jólatréð eða að föndra saman.
Svo koma jólaboðin. Það er stórbrotið hve flestir virðast skemmta sér í jólaboðunum, þó það séu alltaf einhverjir sem láta ekki sjá sig, fara fyrr eða húka úti í horni. Ætli þeir séu ekki meira gefnir fyrir páskana. Á hvaða aldri sem er, þarf aldrei að láta sér leiðast í jólaboðunum, ef bara er farið til jafningja sinna og vera opinn og skemmtilegur frekar en að leita í foreldra sína eða systkin. Það er svo yndislegt að horfa á litlu börnin hlaupa um æpandi í fínu sparifötunum með bletti framan á sér, vitandi að frænka manns muni líklega eyða kvöldinu í að reyna að ná blettum úr jólafötum barnsins og eiginmannsins.
Á hátíðardögunum sjálfum, koma stundum ættingjar í mat. Það er svo yndislegt að bjóða ömmu minni í mat á gamlárskvöld, eins og við höfum gert síðustu ár. Hún er orðin svo gömul kerlingin, komin með heyrnartæki sem hún tekur of oft út eyrunum. Þá heyrir hún ekkert hvað sagt er og talar svo hátt að maður missir næstum heyrnina sjálfur. En hvernig væru jólin nú án fjölbreytileika og ef allir væru með eins skreytingar, föndur og jólaundirbúning yfirleitt? Ja, ekki eins æðisleg og þau eru núna, ég veit allavega að ég get ekki beðið eftir að jólin koma, ábyggilega þú ekki heldur.
Skreytum hús með greinum grænum,