Ákvað að gera smá framhald af sögu sem ég setti nýlega inn http://www.hugi.is/smasogur/threads.php?page=view&contentId=4190232
—–
Loksins var komið sumar og ég á leið heim. Loksins fengi ég að hitta Albus aftur. Loksins myndi ég hitta Vöndu og Jaka eftir ömurlegt skólaár í heimavistarskóla. Ég réði sér valla fyrir kæti, loksins, loksins.
Þegar ég keyrði inn á bílastæðið(pabbi hafði náð í mig) barst mér ókunn sjón, systir mín og strákur. Aldrei á ævi minni hafði ég haldið að systir mín myndi fara út með sták. Þessi fullkomna mömmu stelpa.
Ég steig út úr bílnum og gekk í átt til þeirra. Það var stutt vandræðaleg þögn, hárið á Írisi var aftur orðið fallega sítt en það var samt ekki eins. Ég fann vot af skömm en Íris faðmaði mig að sér og ég vissi að mér væri fyrirgefið.
Eftir að hafa komið mér aftur fyrir í gamla herberginu mínu ákvað ég að skokka til Vöndu Sig og ná í Albus, ég varð að fá að knúsa hann.
Þegar ég kom til Vöndu var hún ný farinn út en mamma hennar rétti mér Albus og ég þakkaði henni fyrir og fór. Það var ótrúlegt að sjá hann aftur, eftir svona langan tíma. Albus er besti vinur minn, fyrir utan Jaka að sjálfsöguðu, samt er hann köttur.
Þegar Albus er kominn aftur á sinn stað í herberginu mínu ákveð ég að fara til Jaka, koma honum að óvart. Ég labba af stað en stansa þegar ég er alveg að koma að húsinu hans, hann stendur fyrir utan en hann er ekki einn, Vanda og einhver önnur stelpa sem ég hef aldrei séð eru með honum. Stelpan og hann kissast. Kærastinn minn er að kissa aðra stelpu og besta vinkona mín horfir bara á. Mér sárnar ógurlega og sný við en það er of seint, Vanda sá mig. “Hæjj” kallar hún og hleypur til mín, það sama á við um Jaka. Ég lít á þau, faðma Vöndu að mér en horfi bara á Jaka. “Gott að fá svona móttökur þegar maður kemur heim” kvæsi ég á hann. “Ekki sástu, æii Ninja, þetta var ekkert” svarar hann og roðnar, “þú veist hvernig þetta er”. “Nei það veit ég ekki” segi ég, knúsa Vöndu bless og hleyp heim.
Þegar heim er komið knúsa ég Albus að mér, ég vissi að það væri ekki hægt að treysta á þennan heimsa strák. Ég vissi að Albus yrði sá eini sem biði mín. Síminn minn hringir og ég sé að það er Jaki, svara ekki. Ég veit að þetta verður aldrei eins. Aldrei Ninja og Jaki. Aldrei bara við tvö. Aldrei. Ég blóta foreldrum mínum í hljóði fyrir að hafa sent mig þangað.
Því þetta verður aldrei eins.
Numbing the pain for a while will make it worse when you finally feel it -Albus Dumbledore