Ég stoppaði bílinnn og fór inn í sjoppuna til að kaupa vindla. Áundan mér við afgreiðsluborðið stóð hár,grannur maður með silfurlitað hár og var að kaupa sér kókosbollu og kók.
Hann sneri sér að mér eftir að hafa fengið afgreiðslu og spurði: “Ert þú læknir”? “ Nei ég er myndlistamaður”. Nú jæja, hvernig gengur þér að mála dýr“? ”Bara ágætlega“. ”En hausinn á þeim, mér gengur svo illa að mála hausinn á dýrum“. ”Ekkert mál,bara vel“. Heyrðu getur þú málað kanínu í gallabuxum,spurði hann og tróð upp í sig hálfri bollunni. ”O ætli það ekki“. ”Ja detta ekki af mér allar dauðar lýs“. Verð að rjúka, sagði hann skellti í sig restinni af bollunni og teigaði síðasta sopan úr kókflöskunni um leið og hann snaraðist út um dyrnar. Ég varð hálfhvumsa við þessar spurningar,gleymdi að taka vindlapakkann af borðinu þegar ég hentist út i rigninguna og upp í hlýjan bílinn þennan napra nóvemberdag.
Afgreiðslustúlkan með bleikan varalit og kanínueyru veifaði til mín út um gluggann og kallaði. ”hæ þú manni,ekki gleyma vindlunum".