Ég loka augunum og finna að ég ræð ekki við tárin, þau ákváðu að senda mig burt, í heimarvistarskóla.
Ég heiti Ninja, og flestir myndu segja að ég væri til vandræða, en ég er bara sjálfstæð og kannski pínu ódömuleg en ekki til vandræða, það mesta sem ég hef brotið eru kannski nokkrir gluggar í reiðiskasti eða óvart. Fæ kannski ekkert spes einkunir, féll í stærðfræði, íslensku, náttúrufræði, hitt voru mest 6-7, ég fékk 9 í myndmennt en það er eina einkunin sem foreldrar mínir virðast ekki sjá. Ég stel ekki, hef kannski laumað einum tyggjópakka inn á mig einu sinni en ekkert meira. Ekki í dópinu eða einhverju rugli. Ég er 15 ára og á systur sem foreldrar mínir líta á sem fullkomna, hún er 16, heitir Íris og býr heima, komin í framhaldsskóla, fær alltaf frábærar einkunir.
Ástæður? ætli þau þufir ástæður til að senda mig burt, kannski er það vegna þess að ég kem sjaldnast heim fyrir kl: 02:00 um helgar, kannski vegna þess að ég er með tætt hár út í allar áttir og til skammar fyrir fjölskylduna, en líklegast vegna þess að ég klippti mikinn hluta af fallega hárinu hennar Íris á meðan hún svaf og hljóp svo að heiman og kom ekki fyrr en eftir 7 daga, lögreglan sótti mig og fór með mig heim. Það var óvart, ég hafði ekki hugsað mér að gera það, ég var ekki að hugsa þegar ég gerði það…
Ég veit að þetta á eftir að gjörbreita öllu, allir vinir mínir búa hér, ég ólst hér upp, ég lifi hér. Mest á ég samt eftir að sakna Vöndu Sig, Jaka og Albus. Albus er kötturinn minn, fer líklega með hann til Vöndu því annars lóga þau honum, Vanda Sig(hún er Sigurðar dóttir alltaf kölluð Vanda Sig) er besta vinkona mín, höfum verið vinkonur síðan í 1 bekk, Jaki er besti vinur minn og kærasti, hann er betri vinur minn en Vanda Sig, við höfum þekkst síðan við vorum 3 ára eða eitthvað og höfum verið saman síðan í sumar, í ca. 7 mánuði. Ég veit samt að ef ég fer þá kynnist hann annari stelpu, sama hvað hann lofar, hann er mjög vinsæll, annað en ég.
Þegar ég er alveg að sofna hringir síminn, ég lít á skjáinn og sé að þetta er Jaki. Við tölum saman í smá tíma, þegar ég skelli á rennur tár úr auga mínu, þetta var í seinnasta sinn þanngað til næsta sumar sem ég heyri í honum.
Albus kemur stökkvandi til mín, kúrir sig upp að mér og ég finn að ég get allavegan treyst á að hann munni bíða eftir mér.
———
var bara að prófa að setja inn, ekkert spes saga:S
Numbing the pain for a while will make it worse when you finally feel it -Albus Dumbledore