Hann birtist fyrir framan mig þar sem ég stóð og beið eftir afgreiðslu. Þessi maður sem ég hafði hitt fyrir 30 árum. Það rifjaðist upp fyrir mér árin sem ég var í skólanum í frakklandi,þar höfðu mín skemmtilegustu ár verið en nú var ég kominn á fimmtugsaldur með fjölskyldu og endalausar áhyggjur.

Pierre var hér á Íslandi með fjölskyldu sinni í ferðalagi eða mér sýndist allavega. Ég sá á svipnum að hann þekkti mig ekki. Hann byrjaði að ganga í burtu og yfir götuna með fjölskyldunni en ég ákveð að fara á eftir honum og heilsa uppá hann.

ég hleyp út á götunni og finn svo þetta þunga högg koma á mig og ég fell í jörðina.Ég lít síðan til hliðar og ég sé að þetta var ekki pierre þetta var allt annar maður.En hvað þetta var skrýtinn dauðdagi hugsa ég og rifja upp þegar ég og pierre vorum að tala um þetta eftir jónuna.