En hún var alls ekki silkikona.
Silkikonan hét svo, sjálfskipuð silkikona því hún átti ekki silki-kjól.
Kjóllinn var grár. Í raun samt ekki grár, ekki frekar en himininn á sólríkum degi. En engu að síðu grár. Af því að hún sagði það.
Hún skoraði á heiminn í keppni og sigurvegarinn fengi heiminn.
“hittu mig klukkan þrjú við höfnina.” Sagði hún við heiminn, og heimurinn mætti í spariskónum.
Keppnin var svo: hver gæti öskrað hæst. Vegfarandi myndi úrskurða um sigurvegarann. Hún öskraði og heimurinn byrjaði að hrynja með látum. Lítill strákur spurði hana hví hún öskraði. Heiminum fannst það ekki sanngjarnt svo þau endurtóku leikinn. Í þrumuveðri stóð konan og öskraði. Fiskimaður kvartaði yfir úrhellisrigningunni. Jafntefli. Þau voru bæði þreytt, en hver gæti sofið lengir. Það kom logn en silkikonan dó. Og sigraði heiminn.