Hún liggur og grúfir sig, meðan fólkið skiptist á við að sparka í hana. Hvæsa ókvæðisorð milli samankipraðra vara. “Mella..rotta..sú er góð með sig…hvað heldur hún að hún sé? Heldur að hún sé of góð fyrir okkur..”
Þau tæta, rífa, maka aur og drullu. Blóðið rennur.
Og hún grúfir sig enn. Fyrr mun hún deyja en gefast upp. Í krepptum hnefa heldur hún litlu gullnu hjarta.
Þau geta svívirt hana og misboðið eins og þau mest mega. En hjartað hennar fá þau aldrei að snerta.
Og hún brosir. Hjartað munu þau aldrei snerta. Aldrei.<br><br>“You have a right to experiment with your life. You will make mistakes. And they are right too.” (Anaïs Nin)