Lallmundur hefur verið eftirlýstur mjög lengi! Síðast þegar hann sást, vann hann í sirkus, en vinnur hann ennþá í sirkus? Segir nýji lögregluþjónninn.Við vitum það ekki. Löggurnar leita í einum frægum sirkus! Þeir keyptu miða. Þeir fóru í sirkusinn. Þeim var boðið upp á poppkorn!Lallmundur, öskraði nýji lögregluþjóninn.Lallmundi tókst að flýja einu sinni enn! En þeir eltu hann , þetta var allgjör eltingar leikur. Lallmundur hljóp og hljóp. Hann faldi sig í búninga klefanum, klæddi sig sem línudansari og málaði sig, setti á sig hárkollu. Allt í einu kallaði sikusstjórinn : Nú kemur línudansarinn. Lallmundur fór auðvitað á sviðið, Lallmundur er hugrakkur þjófur. Allt í einu sást glitta í gull hálsfesti í vasa Lallmunds (sem var stolið), nýji lögregluþjónninn sagði að þetta væri úr dýrustu búð bæjarins. Lallmundur datt ekki af línunni, löggurnar tvær fóru upp og reyndu að ná Lallmundi en voru alltaf að detta. Áhorfendurnir héltu að þetta væri bara grín og hlóu upphátt. Lallmundur hefur aldrei lent í svona eltingarleik, ekki löggurnar heldur. Næst er koma trúðar, Lallmundur klæddi sem í trúðabúning og ennþá er mikill eltingarleikur. Löggurnar komu á móti Lallmundi og náðu honum. Lallmundur fór í fangelsi í 20 ár.
Plempen!