Það var einn dag, að Múfasa hugðist ferðast yfir eyðimörkina.
Hann sótti úlfalda sinn, setti á hann föggur sínar og reið af
stað.

Í tíu daga reið hann, eða þar til úlfaldi hans hné niður úr þurrki
og dó, og Múfasa beið dauða síns, liggjandi, aleinn í
steikjandi sólinni..

það var þá, að fyrir augum hans birtist maður og sagði:
“Mundu ávallt vinur, að brynna úlfaldanum áður en þú leggur
yfir eyðimörkina.”

Múfasa, furðu lostinn, spyr hver þessi maðurinn var og er
svarað að þessi maður væri hinn mikli vitringur frá Talúr í hinu
fjarlæga austri.

En Múfasa vissi betur, því afi hans og afi hans höfðu sagt
sögur af hinum mikla vitringi, sem að sögn hafði dáið fyrir
mörgum öldum og segir við manninn að hann geti ekki verið
vitringurinn mikli og reyndi að bægja frá sér þessu Fata
morgana.

Maðurinn brosti í kampinn og sagði þá að bragði, hin fleygu
orð: “Lát mitt markaði jú skil milli lífs míns og dauða, en ekki
heimsku minnar og visku”.

Og við þessi orð áttaði Múfasa sig á því, að svo sannarlega
hafði hann verið að tala við hinn mikla vitring..

Hann hafði orðið fyrir blessun.

————
————

Skýringar:
*Fata Morgana: Orð yfir tálsýnir sem sjást í eyðimörkun, sbr.
vatn sem sýnist vera á vegum en er í raun bara
hitauppstreymi. Orðið kemur upprunalega úr 1001 nótt og
skírskotar til nafn konu úr einni sögunni, man ekki af hverju
það er samt.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?