Einmanaleikinn var að naga mig, ég sat við tölvuna, ljósið frá tölvuskjánum drap hverja heilaselluna á eftir annarri. Ég var búnað vera svona í allt sumar, og helmingurinn af því var búið, ég tók áhættuna, ég var búnað bíða nógu lengi. Ég fór út, klukkan 12, á laugardagskvöldi. Vanalega var ég farinn að sofa, ég reyndi að sofa, en ég gat það ekki, ég bara lá þarna, andvaka, en svo fór ég út.
Ég labbaði niður götuna í átt að húsi sem ég hafði heyrt að væri partý. Er ég kom að dyrunum var mér ekki hleypt inn, við hverju mátti ég búast, að einmana tölvunörd yrði kannski hleypt inn í gleðiskap hinna vinsælu, hélt ekki. En einn partígestanna bennti mér á annað partí sem mér yrði kannski hleypt inn, og viti menn, mér var hleypt inn þar. Allir sem voru í partíinu eða komu seinna spurðu glaðlega hvað ég væri að gera þarna, ég vissi ekki svarið þá og veit ekki enn, en ég veit að það besta sem ég hef gert.
Margir af þeim sem voru þarna buðu mér áfengi, ég tók öllum boðunum og jafnvel meira en það. Tónlistin var hávær og allir voru að tala, kannski ekki alveg það sem passaði við mig, en ég vandist fljótt. Ég skemmti mér agalega vel og var þarna alveg til 7 næsta morgun, samt leið þetta eins og klukkutími. Fór heim og sofnað, þegar ég vaknaði aftur, leið mér illa, en innst inni leið mér betur en nokkru sinni fyrr.
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey