Í hvert skipti sem ég horfi til baka líður mér illa, í hvert skipti sem ég horfi áfram líður mér illa. Í hvert skipti sem ég horfi eitthvert líður mér illa. Þessi sársauki fer ekki! Allt sem gerðist, allt sem á eftir að gerast það stingur. Afhverju gátu þau ekki bara látið mig í friði? Afhverju gátu ekki allir bara látið mig í friði?
Ég losna ekki við þetta.. Mér langar að meiða mig, en ég lofaði. Lofaði öllum, sem sjá mig ekki. Sjá ekki hver ég er, hvernig mér líður. Afhverju að halda það loforð. Afhverju lofaði ég fólki sem skilur mig ekki. Skilur ekki hvað ég er að ganga í gegnum.
Fólki líður illa. En mér líður mjög illa. Eins og það hafi ekki nóg verið sett á mig.. Ég var bara lítil. Ég gat ekki höndlað þessa ábyrgð. Og svo átti ég að berja frá mér líka. Þið skiljið ekki. Það skilur mig enginn.
Mig langar að skera, en ég get það ekki. Því ég er aumingi. Skræfa. Eftir nokkra daga koma ættingjarnir mínir saman til þess að fagna með mér, stórum áfanga loksins náð. En mér gæti ekki verið meira sama.
Ég ætlaði aldrei að verða svona, þessi eigingjarna, bitra, sjálfselska manneskja. En svona er lífið. Hlutir enda ekki alltaf eins og maður vill. Ég vildi verða sterk. Þessi sterka manneskja sem hefur mátt þola margt. En í staðinn…. í staðinn varð ég lítill, grenjandi aumingi.
Vá hvað ég þreytt.. einhverntíman mun þetta verða betra. Og ég ætla að halda í vonina. Einhverntíman.