Það snjóaði. Eggert horfði út um gluggann. Hann stundi. Jól, það voru að koma jól, og hann gat ekkert gert, ekkert keypt, ekkert farið út. Svona var þetta, ár eftir ár. Hann þurfti að sitja einn inni í herbergi, gat ekki farið út því að þá yrði hann veikari. Hann var ekki viss hvað þetta var, en hann var sífellt veikur. Kannki krónísk lugnabólga? Hvernig átti hann að vita þetta, 7 ára gamall? Mamma var að fela eitthvað fyrir honum, í sambandi við veikindin, vildi ekkert segja.
“En mamma, þetta eru mín veikindi, mín vandamál,” var hann vanur að segja. En þá fór mamma bara að gráta og sagði að þetta bitnaði nú mest á henni.
Hann man þegar þetta byrjaði allt. Fyrsta kvefið, svo lungnabólga, veikur í 3 ár, setið heima. Samt horast. Hann leit aftur út. Tommi, fyrrverandi bekkjarbróðir hans, var að fara heim til sín í húsið við hliðiná. Hann hélt á fullt á gjöfum. Það var snjókall í garðinum hans, Eggert hafði fylgst með Tomma og pabba hans búa hann til. Kannski var það svarið! Eggert dreif sig á fætur. Hann þurfti bara ferkst loft. Hann fékk annað hóstakast á leiðinni niður stigann. Honum var kalt, hann var bara á stuttermabol og náttbuxum. Og berfættur. En hann dreif sig útí garð, velti sér uppúr snjónum, hló og hló. Svo fór hann aftur að hósta. Hann gat ekki gengið, þufti að leggjast niður. En hann var hamingjusamur, þar sem hann lá. Í jólsnjónum. Og svo lyngdust augun hans aftur. Þetta var búið.