Ég vagga mér í stólnum, “Djöfull er þessi tími leiðinlegur” hvísla ég að sessinaut mínum og hann kinkar kolli, ég held ég hafi vakið hann. Kerlingin er eitthvað að röfla um kostnað og prósentur, ég er að berjast við að halda huganum við efnið, en það eina sem ég get hugsað um er partýið í kvöld.
´Loksins..`
Eftirvæntingin er mikil, sérstaklega eftir að hitta hana, stelpuna sem hann getur ekki hætt að hugsa um, dreyma um.
Síðast hafði þetta verið yndislegt, hann hafði labbað aftan að henni og tekið utan um hana og þau höfðu vaggað sér saman við tónlistina og settust svo niður í sófann þar sem hún lá í fanginu á honum, meðan hann lyktaði af hárinu hennar og strauk henni laust meðan hún kúrði hjá honum.
´Fyrsta skiptið sem hún sýndi mér einhverja ástúð, ánægjulegast dagur lífs míns..`
Bjallan hringir.
Hann hendur bókunum í töskuna og hleypur út til að ná tólfunni.
“Sjáumst á mánudag!” Kallar hann til vina sinna og stekkur uppí strætó.
Hann lokar augunum og spilar kvöldið aftur í huga sínum, í svona þúsundasta skiptið.
Hún hafði verið svo falleg, hárið lá yfir augunum hennar og hún strauk yfir hárið meðan hann strauk á henni höndina og lærið.
Hann var ástfanginn og loksins, loksins var einhver von um að ástin væri endurgoldin. Eftir allan þennan tíma.

Djöfulsins asni hafði ég verið, kvöldið var hræðilegt. Hún sýndi honum engin merki, engin augnskot, engin snerting. Hún næstum virti hann ekki viðlits. Ég er samt viss um að ég á von, við deildum svolitlu sérstöku hitt kvöldið, ég hafði aldrei fundið aðra eins tilfinningu. Í fyrsta sinn á ævi minni fannst mér lífið vera fullkomið, loka púslið small í.

Púslið er næstum klárað, ég reyni bara aftur næst.