Alltaf á sumrin, allaveganna næstum því alltaf, reynum við að fara saman þangað, bara fastur liður í sumarfríum.
Sveitabærinn, svo langt í burtu en svo gaman á leiðinni, bara útaf þér.
Alltaf minnir þessi sveit mig á jólin, veit ekki af hverju, það bara gerir það, eins og með alla þessa hluti sem ég get ekki skýrt, eins og af hverju mér þykir svona vænt um þig, af hverju?
Við höfum heimsótt sveitina svo oft saman, samt er þetta alltaf nýtt, nýtt umhverfi, nýjir hlutir, allt þetta. Líka öðruvísi að vera með þér þarna. Allt svo gott, enginn að flýta sér, burt frá amstri hversdagsins eins og sagt er, hef aldrei skilið þetta samt. Þessi orð.
Allt þetta bara á sumrin, þetta er það sem ég hlakka mest til á sumrin, að hitta þig uppí sveit, ég veit alveg að ég get hitt þig daglega, þú býrð næstum við hliðina á mér, þetta er bara annað, ekki sömu hlutirnir sem hægt er að tala um.
Svo verður allt samt á ný þegar við komum heim, leiðinlegir sunnudagar, leiðinlegir mánudagar, heilt ár í að við förum aftur saman þangað. Samt er ennþá frí.
It's dolemite baby!!!